Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 158

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 158
156 SVEINN EINARSSON ANDVARI eldrar, þar á meðal röð af stjúpfeðrum, frænkur og frændur, vinir og allir sem taka þurfa þátt í öllu því ameríska umstangi sem eitt brúðkaup er nú á dögum á íslandi. Enn er skáldið með skopið á lofti og deilir á yfirborðsmennskuna, eftiröpunina úr kvikmyndum og sjónvarpi. Hann er við það heygarðshornið, ein persónan segir til dæmis: „Byrjaðu bara að tala, þá ferðu ósjálfrátt að hugsa.“ En það gengur ekki endilega eftir, sjálfstæð hugsun er býsna landflótta í amer- ískum brúðkaupssiðum innfluttum til hins íslenska smáborgara. Atburðarásin verður svosem ekki rakin hér, enda er partur af ádeilunni að hún er ekki frum- leg, allt á að vera fyrirsjáanlegt, allt frá steggjapartíum, brúkaupsvendi til hrís- grjóna. En þarna er hvert atriðið öðru skondnara og mannlýsingarnar margar bæði þekkjanlegar og koma manni þó á óvart. En spurningin er auðvitað hvort haft er fyrir þessu öllu vegna brúðhjónanna sjálfra. Þetta leikrit vakti ekki sömu almenna ánægju og kann að vera, að sá stíll sem höfundur og leikstjóri verksins við frumflutninginn, Hilmar Jónsson, við- höfðu virðist ekki hafa verið öllum áhorfendum nógu kunnur og tiltækur til samanburðar. Þarna voru nefnilega á ferðinni einfaldaðar ýkjur í teiknimynda- stíl og mun vera fyrsta leikritið sem hæðist að teiknimyndum, sem nánast hafa verið teknar í menningarlega dýrlingatölu upp á síðkastið. En enn sem fyrr er aðflutt lágkúrumenning það sem skáldið snýr spjótum sínum að og undirlægju- hætti landans og flýti að apa eftir. Sölumennskuöflin með aðstoð nútímafjöl- miðlunar vinna öruggt og markvíst gegn skapandi sérkennum á smápleisum eins og íslandi. Árni samdi margt fleira fyrir leiksvið, sjónvarp auk áðurnefndra útvarps- leikrita og verður það ekki rakið hér, aðeins minnt á örleikritið O Meg, my Life is, sem sýnt var i jaðarleikhúsinu The Luminous Group í New York. Hann átti einnig oft góðan þátt í Áramótaskaupum Ríkisútvarpsins. Og þá má ekki gleyma óperutextanum Maður lifandi við tónlist Karólínu Eiríksdóttur; sá texti er byggður á gamla miðaldaleikritinu Sérhver, en unnið úr því sam- hengi á mjög persónulegan hátt. Frá síðustu árum Árna eru líka nokkrar af hans bestu ljóðabókum, Vort skarða líf, Úr hnefa (1994) og A stöku stað með einnota myndavél. Hún kom út sama ár og hann lést, 2007. Og hafði hann komið að valinu, þrátt fyrir heilablóðfall sem hann varð fyrir árið 2004. En umfjöllun um ljóð Árna er í raun efni í aðra tímaritsgrein. Árni Ibsen lést þannig í miðju dagsverkinu. Hann var þá að vinna að enn einu forvitnilegu leikriti, sem var á mjög heimpekilegum nótum og þar sem hann lék sér mjög með tungumálið. En það kemur væntanlega aldrei óklárað á svið. Greinarhöfundur fylgdist nokkuð náið með því þegar það var að brjótast fram. Enn var þar á ferð míkrókosmos, en fólkið sundurleitara en áður og átti það til að taka frammí fyrir höfundi. Því miður var það annar höfundur sem tók frammí fyrir lífsverki Árna. íslenskt leikhús mátti síst við því tapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.