Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 92

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 92
90 PÉTUR PÉTURSSON ANDVARI boðskap kristninnar og því ónothæf í helgihaldi. Niðurstaða hans var sú að landið væri í raun biblíulaust og hefði verið það lengi. Þar átti hann einnig við að fyrri útgáfur á 19. öld hefðu verið stórgallaðar og borið vitni um óheil- brigt trúarlíf. Gat hann sérstaklega um aðkomu Magnúsar Stephensen dóm- stjóra að útgáfu trúarlegs efnis.24 Olli þetta fulltrúum Breska biblíufélags- ins áhyggjum og sendu þeir Pétri biskupi athugasemdirnar og hann brást við með hógværum skrifum þar sem hann sýndi fram á öfgar í málflutn- ingi Guðbrands.25 Eiríkur taldi gagnrýni Guðbrands Vigfússonar út í hött og sýndi fram á takmarkanir þýðingar Odds og útgáfu Guðbrands Þorlákssonar á Biblíunni í heild árið 1584, en Guðbrandur Vigfússon hélt þeirri útgáfu mjög fram sem gullaldarbiblíumáli þar sem sannur andi siðbótarinnar hefði birst ómengaður á íslensku máli. Eiríkur tók dæmi um útlenskuslettur sem þar mætti finna og bætti við að sjaldnast hefði verið þýtt eftir frumtextanum heldur dönskum og þýskum þýðingum. Eiríkur taldi Guðbrand Vigfússon ekki dómbæran á þýðinguna - hann kynni t.d. ekki hebresku og hvergi í málflutningi hans væri að finna áherslu á nauðsyn þess að miða við frum- textann.26 Hver kynslóð þyrfti að eignast biblíuútgáfu á alþýðlegu íslensku máli sem byggð væri á frummálunum. Eiríkur var á móti því að viðhalda gömlum kirkjulegum helgistíl á biblíutextunum þótt hann hefði verið góður og gildur á sinni tíð. Það mátti skilja Guðbrand Vigfússon þannig að ekki aðeins frumtexti biblíuritanna heldur ákveðnar þýðingar væru bókstafleg sáluhjálparatriði. Hann skrifar: Nú er Guðs orð það helgunarklæði, í hverju söfnuðrinn kemr fram fyrir Guð í bænum sínum; þetta klæði hafa ómildar hendr frá okkr tekið, og öll okkar heill er undir því komin, að við náum því aptr, og ekki verði við þann íslenzka sagt, þegar allir koma fram fyrir Guð: vinr, hví komstu hér, eigi skrýddr því rétta brúðkaupsklæði?27 Eiríkur hafnar fullyrðingum Guðbrands, að biblíuútgáfur upplýsingarmanna og þeirra Péturs og Sigurðar séu gallaðar vegna þess að þá skorti trúarlegar forsendur og um leið telur hann það fjarstæðu að halda fram kenningunni um að Biblían sé bókstaflega innblásin af anda Guðs. Hann bendir á að það séu ekki ákveðnir textar heldur höfundarnir sem séu innblásnir, en þeir tjá trú sína á opinberun Guðs við ólíkar aðstæður. Málið sjálft og stíllinn sé mikil- vægur en ekki grundvallandi fyrir trúna.28 Viðhorf Eiríks til sambands trúartilfinningarinnar og biblíutextans er at- hyglisvert ekki síst í ljósi guðfræði kvekara. Hann skrifar: Því fegurð málfærisins snertir ekki sálu mannsins er hólpin skal verða. Þeir sem gjöra málfærið að aðalatriði sáluhjálpar vorrar, eins og gjört er í Oxforðargreininni gleyma alveg þessum grundvallaratriðum þess máls: að sitt er hvað hluturinn sjálfur og lagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.