Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 141
ANDVARl
ER HÆGT AÐ YRKJA HJARÐLJÓÐ SVONA NÆRRI NORÐURPÓLNUM?
139
Út um græna grundu
Gaktu, hjörðin mín;
Yndi vorsins undu,
Eg skal gæta þín.
Sól og vor eg syng um,
Snerti gleðistreng;
Leikið, lömb, í kringum
Lítinn smaladreng. (130)
Ljóðið Unadalur: Samtal minnir á hjarðljóð, þó að þar kveðist ekki smalar á
heldur „Hann“ og „Hún“:
Úr kleifunum grænum á kvíanna ból
Nú kvöldspakur búsmalinn rennur;
í heiðríkju bláma hin sígandi sól
Við snjóhvítan jökulás brennur.
Kom, ást mín, og setjumst und fjallshlíðar fót,
Er fjárbjöllur hringja í runnum,
í brekku við fossinn, sem blasir oss mót,
Við bæði því sæti mest unnum. (123)
Ljóðið Fram til fjalla lýsir hjarðmey sem verður eins og persónugervingur
hins harmoníska sumarlands:
Hjarðmey leit eg,
Hún mig ekki sá,
Með laginn lokk und húfu,
Lék í vindi skúfur,
Hvíta fætur,
Hélt á víðitág.
Söng hin unga,
Sat á klettabrún:
„Nú er sumar í sveitum,
Snjór er horfinn af leitum
Grösin glóa
Um grundir, haga’ og tún.“ (128)
Þannig mætti lengi telja, enda koma hjarðljóðaminni og sveitasæla víða fyrir
í Ijóðum Steingríms um Island. Þau geta líka falið í sér það grunnferli hjarð-
ljóða sem áður er lýst. Það birtist með eftirminnilegum hætti í hinu þekkta
ljóði hans, Svanasöngur á heiði, sem hefst á þennan hátt: