Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 168
166
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
skrá sjónvarps 5. apríl 1997. Margir urðu áreiðanlega fyrir vonbrigðum þegar
tilkynnt var samdægurs að ekkert yrði af sýningu myndarinnar.
Þessi viðbrögð komu á óvart. íslendingar eru mótaðir af annars konar trúar-
hefð og trúarskilningi en margar aðrar þjóðir: hér hefur lengst af verið upp-
lýst, einstaklingsbundin og frjálslynd trúarmenning þar sem menn kippa sér
ekki upp við sömu hluti og þeir sem mótast hafa af stofnanavæddri, róm-
verskri trúarhugsun eða grísk-kaþólskri, eða þá af bandarískum lágkirkju-
hreyfingum hinna sterku leiðtoga.
En hver var höfundurinn og um hvað snýst túlkun hans á Jesú? Nikos
Kazantzakis dregur það iðulega fram að hann hafi verið Krítverji, þar
fæddist hann árið 1885 en lést í Freiburg í Þýzkalandi 1957. Á leiði hans í
Herakleion á Krít er legsteinn, sem á eru letruð þessi orð sem hann valdi
sjálfur: „Ég vona ekkert, ég óttast ekkert, ég er frjáls.“ Orðin draga fram
þrjú meginstef í hugsun hans: vonina, óttann og frelsið. Reyndar stangast
orðin „Eg vona ekkert“ á við það sem lesa má út úr verkum hans, það á sér
í lagi við um Síðustu freistinguna. Kazantzakis bar hróður Grikklands víða
og var menntamálaráðherra landsins um skeið, hann var í óformlegu banni
grísku kirkjunnar og af þeirri ástæðu fékk hann ekki kirkjulega greftrun í
Aþenu. Auk þess voru verk hans á svarta listanum hjá rómversk-kaþólsku
kirkjunni.
Hann var átakamaður, tók ávallt þátt í harðri baráttu fyrir frelsi Krítar,
í þeim langvinnu átökum var kirkjan ekki á hliðarlínunni; heilagur Menas
stóð frelsishetjunum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Kazantzakis dvaldist þó
löngum erlendis eftir að hann lauk lögfræðinámi frá háskólanum í Aþenu. I
hálft ár dvaldist hann á klaustraeynni Áþos í Makedóníu, aleinn í litlum klefa
og hugleiddi þann möguleika að gerast munkur.
Hann var einnig heimspekilega sinnaður, í því efni koma mörg nöfn við
sögu sem hér verða ekki talin upp. Að einu undanskildu: heimspekingurinn
Friedrich Nietzsche hreif hann alla tíð, hið hömlulausa í verkum hans, hrifn-
ingin sem gagntekur manninn og hrífur hann með sér út fyrir allt rökrænt.
Hér er ekki aðeins heimspeki í viðteknum skilningi, maðurinn er ekki aðeins
hugsandi heldur einnig lifandi vera af holdi og blóði, sem lætur hrífast og lifir
sig inn í hið náttúrulega, sköpunina og er sjálfur skapandi í skapandi heimi.
Á síðasta tímabili ævinnar skrifaði Kazantzakis þekktustu verk sín. Fyrst
birtist meistaraverkið Gríska dymbilvikan, skrifuð á tveimur mánuðum. Hún
sló í gegn; bækur hans voru nú þýddar á tugi tungumála og hann tilnefndur
oftar en einu sinni til Nóbelsverðlauna. Gríska dymbilvikan gerist í grísku
þorpi, sem hefur verið hertekið af Tyrkjum. Sjöunda hvert ár er píslarsaga
Krists leikin í þorpinu, ári fyrirfram eru leikendur valdir. Sagan fjallar um
val þorpsbúa á einstaklingum til að fara með hlutverk Krists og lærisveinanna
og Maríu Magdalenu og hvernig líf þessa fólks verður á árinu, þangað til