Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 157

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 157
ANDVARI IBSEN YNGRI 155 verknaði. Inn kemur sonur hans og með honum mjög ástleitin stúlka. Er nú skemmst af því að segja að smám saman streymir inn fólk, sem við nánari kynni reynist allt vera tengt á einhvern hátt, eins og við íslendingar reynumst oft vera; þarna eru þá þrjú börn húsráðanda frá þremur hjónaböndum og makar þeirra og auk þess kona sem reynist vera samstarfskona húsbóndans, hvernig svosem þeirra sambandi er annars háttað. Hún gefur þá skýringu á sér, að hún vinni í „Kaupmætti". Þetta er um miðja nótt, þarna er drukkið ósleitilega og margir reynast fremur lausir á kostunum, áhorfandinn hefur ekki undan að fylgjast með hver er með hverjum eða hver er að reyna við hverja. Inn kemur með ójöfnu millibili erlend tiltektarstúlka sem talar bjagaða íslensku sem hún er samt að lappa upp á með íslenskunámi á hljóðbandstæki; hún er þarna um miðja nótt að taka til, sem verður að teljast óvenjulegt. Satt að segja virkar hún svolítið eins og grískur kór. Nokkuð áberandi er hjá þessu fólki, að konurnar eru mjög vergjarnar, en karlarnir tregari í leikinn, nema einn, en kona hans lýsir honum þannig að hann fari svo oft útaf sporinu, að hann sé „eins og eitt eilífðar-keðjuverkandi- járnbrautarslys“. Flestir virðast þó hafa ósvikinn áhuga á að hagnast og græða peninga, og þess vegna lendir íþróttatuðran í hinum mestu hremmingum, eftir því sem fleiri grunar hvað hún muni innihalda. Er skemmst af því að segja að atburðarásin er í rauninni fullkomlega fárán- leg, en þó svo röklega spunnin - og ef rétt er farið með hraða og „tæmingu“ og leikið af þeirri blóðugu alvöru sem farsinn krefst - þannig vaxin, að áhorf- andanum gefst ekki tækifæri til að setja fram merkikertislegar efasemdir eða hleypa nöldursömum skynsemishugsunum að. Með öðrum orðum: tæknilega frábærlega vel smíðað víravirki og bráðfyndið að auki. En þessi sjónleikur er reyndar meira, og er það eðli góðs farsa: hann er veggmynd af samfélagi. Hann lýsir nýríku íslensku plebbaþjóðfélagi, sem eins og ein persónan í leiknum reyndar uppgötvar að virðist ekki sérlega siðferðis- þroskað. Sjálf er hún svosem engin undantekning, þó hún stefni á þing. Hér verður efnið ekki reifað meira, en auðvitað skiptir íþróttatuðran sem við kynntumst í byrjun talverðu máli, því að í henni eru peningar sem þurfa að komast í þvott. Því að, eins og höfuðpaurinn segir: „Peningurinn er nefnilega félagsvera. Þess vegna tollir hann svona illa hjá fátæklingum“. Samlíkinguna við gullfiskana þarf víst ekki að skýra nánar. En þessi leikur var ekki saminn 2007 heldur áratug fyrr. Stundum er listin á undan veruleikanum í greining- um sínum á mannlífinu. / / I næsta leik sínum kom Arni enn á óvart. Hann var eins konar framhald á Himnaríki og frumfluttur á sama stað. Heitið var Að eilífu og lýsti í raun engu öðru en brúðkaupi, eða eins og höfundur orðar það: „Svipmyndir úr brúð- kaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guðmundssonar, aðdraganda þess, undirbúningi og eftirköstum“. Þetta er í rauninni býsna nákvæm lýsing á verkinu, þarna er brugðið upp ótal svipmyndum þar sem við sögu koma for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.