Andvari - 01.01.2013, Page 157
ANDVARI
IBSEN YNGRI
155
verknaði. Inn kemur sonur hans og með honum mjög ástleitin stúlka. Er nú
skemmst af því að segja að smám saman streymir inn fólk, sem við nánari
kynni reynist allt vera tengt á einhvern hátt, eins og við íslendingar reynumst
oft vera; þarna eru þá þrjú börn húsráðanda frá þremur hjónaböndum og makar
þeirra og auk þess kona sem reynist vera samstarfskona húsbóndans, hvernig
svosem þeirra sambandi er annars háttað. Hún gefur þá skýringu á sér, að hún
vinni í „Kaupmætti". Þetta er um miðja nótt, þarna er drukkið ósleitilega og
margir reynast fremur lausir á kostunum, áhorfandinn hefur ekki undan að
fylgjast með hver er með hverjum eða hver er að reyna við hverja. Inn kemur
með ójöfnu millibili erlend tiltektarstúlka sem talar bjagaða íslensku sem hún
er samt að lappa upp á með íslenskunámi á hljóðbandstæki; hún er þarna um
miðja nótt að taka til, sem verður að teljast óvenjulegt. Satt að segja virkar hún
svolítið eins og grískur kór. Nokkuð áberandi er hjá þessu fólki, að konurnar
eru mjög vergjarnar, en karlarnir tregari í leikinn, nema einn, en kona hans
lýsir honum þannig að hann fari svo oft útaf sporinu, að hann sé „eins og eitt
eilífðar-keðjuverkandi- járnbrautarslys“. Flestir virðast þó hafa ósvikinn áhuga
á að hagnast og græða peninga, og þess vegna lendir íþróttatuðran í hinum
mestu hremmingum, eftir því sem fleiri grunar hvað hún muni innihalda.
Er skemmst af því að segja að atburðarásin er í rauninni fullkomlega fárán-
leg, en þó svo röklega spunnin - og ef rétt er farið með hraða og „tæmingu“
og leikið af þeirri blóðugu alvöru sem farsinn krefst - þannig vaxin, að áhorf-
andanum gefst ekki tækifæri til að setja fram merkikertislegar efasemdir eða
hleypa nöldursömum skynsemishugsunum að. Með öðrum orðum: tæknilega
frábærlega vel smíðað víravirki og bráðfyndið að auki.
En þessi sjónleikur er reyndar meira, og er það eðli góðs farsa: hann er
veggmynd af samfélagi. Hann lýsir nýríku íslensku plebbaþjóðfélagi, sem eins
og ein persónan í leiknum reyndar uppgötvar að virðist ekki sérlega siðferðis-
þroskað. Sjálf er hún svosem engin undantekning, þó hún stefni á þing.
Hér verður efnið ekki reifað meira, en auðvitað skiptir íþróttatuðran sem
við kynntumst í byrjun talverðu máli, því að í henni eru peningar sem þurfa að
komast í þvott. Því að, eins og höfuðpaurinn segir: „Peningurinn er nefnilega
félagsvera. Þess vegna tollir hann svona illa hjá fátæklingum“. Samlíkinguna
við gullfiskana þarf víst ekki að skýra nánar. En þessi leikur var ekki saminn
2007 heldur áratug fyrr. Stundum er listin á undan veruleikanum í greining-
um sínum á mannlífinu.
/ /
I næsta leik sínum kom Arni enn á óvart. Hann var eins konar framhald
á Himnaríki og frumfluttur á sama stað. Heitið var Að eilífu og lýsti í raun
engu öðru en brúðkaupi, eða eins og höfundur orðar það: „Svipmyndir úr brúð-
kaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guðmundssonar, aðdraganda
þess, undirbúningi og eftirköstum“. Þetta er í rauninni býsna nákvæm lýsing á
verkinu, þarna er brugðið upp ótal svipmyndum þar sem við sögu koma for-