Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 89

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 89
andvari KREDDULAUS TEMPERAMENTSMAÐUR 87 og ávarpa þar samkomu þar sem voru um 500 manns.12 Honum virðist hafa verið vel tekið hvarvetna og ekki síst af prestum sem opnuðu fyrir honum kirkjur sínar. Þegar hann fór af landi brott í fyrra skiptið fékk hann þakkar- bréf frá biskupi og helstu embættismönnum í Reykjavík með undirskriftum fimmtíu manns.13Af ævisögu Sharps sést að þeir Eiríkur hafa haldið sam- bandi eftir samveruna á Islandi sumarið 1863. Hann gaf Eiríki góð meðmæli þegar hann sótti um stöðu bókavarðar við háskólann í Cambridge og má ráða af grein Guðjóns Sigþórs Jenssonar bókasafnsfræðings um Eirík að þau með- mæli hafi verið þung á metunum.14 Kvekarar leggja áherslu á innra trúarlíf, trúfrelsi, persónulega trúarsann- færingu og innblástur heilags anda og tortryggja allt sem hindrar að trúað fólk geti tekið mið af innri uppljómun og fylgi henni eftir í tilbeiðslu og daglegu lífi. Þetta virðist hafa átt vel við Eirík sem var umhugað um frelsishugsjónir allt frá árunum í Lærða skólanum í Reykjavík þegar hann hreifst af þeim frelsisstraumum sem fóru um Evrópu og þar með talinni Reykjavík.15 I ævisögu Sharps er birt minningagrein eftir Eirík um Sharp, sem lést árið 1897. Þar er athyglisverð mannlýsing sem ber þess vott að Sharp hafi orðið Eiríki fyrirmynd í trúarefnum. Þetta er hástemmd persónulýsing og þótt ekki væri nema helmingurinn sannur af því sem þar er sagt þá væri það samt vís- bending um andleg tengsl þessara manna. Eiríkur átti til að ausa lofi þá sem honum líkaði vel við en ávallt var eitthvert sannleikskorn í því. Vitnisburður Eiríks um Sharp er eftirfarandi: Isak Sharp kom mér fyrir sjónir sem hinn fullkomni kristni maður. Eftir að hafa þekkt hann í þrjátíu og fimm ár er það niðurstaða mín að hann hafi verið helgur maður. Fyrir það fyrsta var maðurinn hinn fullkomni heiðursmaður og það var honum eðlislægt. Ég varð aldrei var við að hann væri í hjarta sínu bitur út í nokkurn mann. Hann hataði hið illa og gerði það vegna þess að hann þráði hið góða og vegna sorgar yfir því að þurfa að horfa upp á hugsjón góðleikans afskræmda eða skaddaða. Hjartalag hans var sömu gerðar og hinn örláti persónuleiki hans og siðgæðisvitund hans var sterk. Persóna hans var aðlaðandi og kærleiksrík og göfuglyndið ætíð ríkjandi viðmót af hans hálfu. Af kærleika sonarins laðaðist ég að þessum göfugasta riddara Krists frá fyrsta degi okkar kynna til æviloka hans og í minningunni geri ég það enn.16 Þessi tilvitnun bendir til þess að Eiríkur hafi beint eða óbeint orðið fyrir trúar- áhrifum af því að hlusta á og fylgjast með trúboðanum. Þetta má m.a. ráða af trúarhita hans og því hvernig hann nálgaðist ýmis trúarleg álitamál og félags- leg viðfangsefni og hugsanlega einnig viðfangsefni í sambandi við biblíuþýð- ingar. Trúarlíf Eiríks var persónulegt, tilfinningaríkt og óháð sakramentum og kennivaldi kirkjunnar. Hann bjó yfir ríkri réttlætiskennd og hjálpsemi í garð annarra, en þetta eru meðal einkenna á trúarlífi og lífstíl kvekara. Það er því ekki úr vegi að skoða örlítið trúarsamfélag og boðun kvekara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.