Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 41

Andvari - 01.01.2013, Page 41
ANDVARI VILHJÁLMUR ÞÓR 39 varð olíumálið Vilhjálmi mikið persónulegt áfall - þeim mun verra sem honum fannst hann aldrei geta borið hönd fyrir höfuð sér eða útskýrt sinn þátt í málinu án þess að bera þá sök á aðra, sæta sjálfur spotti eða sitja undir útúrsnúningum. Vilhjálmur var því áfram þögull brotaþoli til æviloka. VII Hinn 1. janúar 1955 kom Vilhjálmur Þór aftur til starfa í Landsbanka Islands. Þar starfaði hann síðan sem bankastjóri til 1957, en þá varð hann aðalbankastjóri Landsbanka Islands-Seðlabankans, eins og sá hluti bankans var nefndur samkvæmt nýjum lögum sem mörkuðu áfanga til aðskilnaðar milli Landsbanka og Seðlabanka. Hann var svo skipaður einn af þremur seðlabankastjórum samkvæmt lögum nr. 10 frá 29. mars 1961 en þau komu til framkvæmda 7. apríl það ár. Vilhjálmur starfaði síðan sem seðlabankastjóri til 1. nóvember 1964 er hann vék vegna reglna bankans um eftirlaunaaldur. Þá hélt hann til starfa við Alþjóðabankann í Washington-borg vestra. Frá því er sagt að þegar Vilhjálmur kom aftur til starfa við Landsbankann frá Sambandinu hafi hann eitt sinn sagt við góðkunn- ingja: „Svo fæ ég náttúrlega allar skuldir Sambandsins í hausinn í bankanum eftir allar þessar framkvæmdir!“ - og glotti við. Reyndin var sú að Sambandið, ásamt nokkrum fleirum íslenskum stórfyrir- tækjum, hafði löngum fyrirgreiðslu í Landsbankanum umfram hófleg áhættuhlutföll. Þegar við bættist fyrirgreiðsla við önnur samvinnufyrir- tæki, kaupfélög og samstarfsfyrirtæki, var lánastaða samvinnuhreyf- ingarinnar í bankanum einatt langt umfram skynsamleg áhættumörk, sérstaklega ef svo var metið að hér væri aðeins um einn sameinaðan viðskiptaaðila að ræða. Margir gagnrýnendur tóku einmitt þann kost að telja um eitt og sama fyrirtækið að ræða þótt í raun væru þau fleiri. Verkefni Landsbanka íslands höfðu ekki tekið verulegum breyt- ingum frá því að Vilhjálmur hvarf þaðan í árslok 1945. Bankinn var langstærsti banki þjóðarinnar og hafði grundvallarverkefnum að sinna fyrir sjávarútveginn, fiskiðnað og útflutningsstarfsemi þjóðarinnar. Jafnframt annaðist Landsbankinn alla miðbanka- og seðlabankaþjón- ustu við ríkissjóð og stjórnvöld. Það mæddi því mikið á stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans þegar reynt var að hemja útlánaþenslu ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.