Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 93
ANDVARI
KREDDULAUS TEMPERAMENTSMAÐUR
91
á honum, efni í bók og málið á henni, orð og hugsun, andi og stafur, sýnlegir hlutir og
ósýnilegir, himneskir hlutir og jarðneskir; þeir gleyma því að hin lögunarlega eður ytri
hlið, orðfæri biblíunnar snertir ekki þann guðsdómsneista mannsins er vjer nefnum sál,
hverrar ljós og líf er andi Guðs orðs og sannleikur, heldur aðeins þau skilningarvit anda
vors, ef jeg má svo tala, er vjer nefnum skyn og skynbragð, skilning og skiljandi. Vér
munum þá allir sáttir, ef vjer færum heim til biblíunnar það er jeg hefi nú sagt, að sitt
hvað sé guðsdómlegur sannleikur eilífs lífs, hinn heilagi andi af himnum ofan er andar
að oss von sáluhjálpar vorrar í þeirri bók undir hjúp mannlegra orða, og sá frágangur
er þessi orð hafa.29
Biblíumálið er ekki heilagt heldur trúarvitundin innblásin anda Guðs. Sönn
trú er ekki bundin við ytra borð, hvorki ritningar, skrifaðar bænir, trúarjátn-
ingar né helgihald yfirleitt:
Þegar menn segja að guðsorð sje það helgunarklæði í hverju söfnuðirnir koma fram
fyrir Guð í bænum sínum, þá er þetta satt, ef Guðs orð á að tákna hjer anda Guðs og
sannleika, er sál iðrandi syndara hefir náð að skrýðast í fyrir aðstoð náðar Heilags
Anda. Það Guðs orð er engu fremur að finna í biblíunni 1584 en í biblíunni 1826 og
1866. En ef það á að þýða það, sem fréttaritarinn frá Oxforð ætlast til að það þýði,
málfæri eður orðfæri ritningarinnar þá er slíkt aðeins flá mælgi sem á sjer engan stað
í skynsamlegi hugsun.30
Stóðu þessar deilur með nokkrum hléum í hátt á annan áratug. Þar koma fram
viðhorf Eiríks sem hann hélt aftur fram í deilunum um nýja biblíuþýðingu
sem út kom árin 1908 og 1912 og Haraldur Níelsson átti aðild að eins og nánar
verður skýrt frá.
Upphaf frjálslyndrar guðfrœði á íslandi
Þeir Matthías Jochumsson og Eiríkur voru nánir vinir og sálufélagar frá skóla-
árunum í Reykjavík og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þeir voru t.d. saman
í „Kvöldfélaginu" á sjöunda áratug 19. aldar, sem var leynilegt menningar-
félag stúdenta og skálda í Reykjavík.31 Eiríkur var tveimur árum eldri en mun
fyrr í skóla en Matthías sem útskrifaðist frá Prestaskólanum árið 1865, viðlíka
áhugalaus á pensúminu þar og Eiríkur. Ekki er ólíklegt að kynnin af kvekara-
trúboðanum hafi hreyft við Matthíasi á svipaðan hátt og Eiríki og haft áhrif
í þá átt að losa hann undan tryggð við hið opinbera ritúal og kenningu kirkj-
unnar.32 En víst er um það að Matthías var að mörgu leyti efahyggjumaður
í trúmálum þótt hann ætti einlæga barnatrú, væri „trúaður með hjartanu en
heiðinn með höfðinu.“33
Matthías leitaði trúarsannfæringu sinni styrkingar í ritum ameríska únitar-
ans William Channings, sem hann kynntist í lok sjöunda áratugarins.34