Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 32
30
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
vitnað sé til orða Jakobs Hálfdanarsonar á Grímstöðum, fyrsta kaup-
félagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga.
A árum fyrri heimsstyrjaldar neyddust stjórnarvöldin til að þjóðnýta
mestalla verslun, og þá varð sá kostur greiðastur að Landsverslunin skipti
við þessi nýju, opnu og ópersónulegu félög sem voru að skríða á legg
og höfðu samfélagsleg þjóðvakningarmarkmið. Var Landsverslunin því
oft kölluð ljósmóðir kaupfélaganna. Reyndar átti þetta ekki við um elstu
kaupfélögin sem löngu voru komin á legg, og eitt þeirra var Kaupfélag
Eyfirðinga. I raun voru kaupfélögin opnir þróunar- og framfarasjóðir í
byggðunum og skópu þar fyrstu markaði. Víða voru þau eina leiðin til
sjóðsmyndunar við ríkjandi aðstæður, og þar eð einkafyrirtækin voru
lokuð fjölskyldufyrirtæki, og mörg þeirra erlend, var þetta eina leið
almennings til virkrar og beinnar aðildar að stjórnun og ákvörðunum
um framfarir í atvinnulífi.
Sambandið hafði einkum verið innkaupasamband fyrir kaupfélögin
og sölusamband fyrir afurðastöðvar kaupfélaganna. í raun var það lager
og vörurenna, fyrst og fremst fyrir Norður- og Austurland framan af.
Vilhjálmur Þór hóf þegar mikla útrás Sambandsins inn á ný svið. Mörg
dótturfyrirtæki voru stofnuð að frumkvæði hans, og í mörgum atvikum
nýtti hann sér rekstrarform hlutafélaga og fór í því að fordæmi sænskra
samvinnumanna. Þegar í stað var gengið í stofnun Samvinnutrygginga
árið 1946 en það var gagnkvæmt tryggingafélag að samvinnuhætti.
Nokkru síðar bættist Líftryggingafélagið Andvaka við.
Stofnuð var Skipadeild Sambandsins til að annast vöruflutninga og
12. ágúst 1946 kom Hvassafellið til nota. Hafði Vilhjálmur áður reynt
að ná samningum um breytta þjónustu Eimskipafélags íslands hf.
en ekki fengið undirtektir þar. A aðalfundi Eimskipafélagsins í júní
1946 var meirihluti gegn því að Vilhjálmur tæki sæti í stjórn félagsins,
en áður hafði Jón Arnason framkvæmdastjóri gætt hagsmuna sam-
vinnumanna þar. Olíufélagið hf. var stofnað sem samstarfsfyrirtæki,
en olíusamlög útvegsmanna áttu hlut að því með samvinnumönnum.
Sambandið keypti vélsmiðjuna Jötun hf. 1947 og stofnaði Dráttarvélar
hf. 1949 til að sjá um Massey-Ferguson, og árið 1947 keyptu sam-
vinnumenn olíustöðina í Hvalfirði.
Margir sáu ofsjónum yfir því að Sambandsforstjórinn virtist eiga
greiða leið að ýmsum eftirsóttum umboðum fyrir bandarískar vörur,
svo sem eldsneyti, bíla og búvélar. Sambandið sótti enn í sig veðrið.
Verksmiðjurnar Gefjun, Iðunn, Sjöfn, Hekla, fóðurblöndunarstöð og