Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 173

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 173
ANDVARI SÍÐASTA FREISTINGIN 171 hún seidd fram með dansi og tónlist, með helgisiðum sem æra fólk inn í al- gleymi hljóðfæraleiks, dans og söngs, uns hún lýkur upp hliðum helgidóms- ins. Þessi arfleifð mínosmenningarinnar skín í gegn í verkum Kazantzakis og gerir þau í senn framandi og djúp að merkingu. Þar hljómar skáldið vel við Nietzsche, við algleymið, ástina og ástríðuna, leiðina til Guðs fyrir upplifun sköpunarinnar, en ekki með afneitun hennar, ekki með firringu frá henni heldur í sátt við hana. Leiðin stefnir til sameiningar við guðdóminn með því að sameinast öðrum manneskjum, í ástinni er ást hinnar miklu gyðju seidd inn í veruleika mannsins. En samt heillast Kazantzakis einnig af hinni þverstæðukenndu andstæðu þessarar sköpunartengdu trúarupplifunar. Hann heillast líka af þeim Kristi sem hann kynnti rækilega til sögunnar í Grísku dymbilvikunni og víðar, manninum sem er andans maður í þeim skilningi að hann er kominn til að gera hin æðstu gildi í mannlegri tilvist að veruleika. Hann kemur ekki neðan frá, ekki úr jörðinni, úr heimi efnis og holds, heldur úr heimi andans. Hann er eins og ljósið í nýplatónismanum sem dreifir sér inn í þennan heim og gerir hann byggilegan, gefur efninu líf, gerir mannlífið mannúðlegt, ljósið sem er útgeislun frá hinum æðsta veruleika, frá hinu Eina sem nálgast manninn í öllu sem er fagurt, gott og satt. Þar mun góðvildin ríkja ein, sannleikurinn ríkja einn og fegurðin ríkja ein þegar fylling tímans kemur. Hið Eina er lykilhug- tak þessarar hugmyndafræði, þaðan kemur allt sem gefur lífi mannsins gildi, hér eru einnig rætur klassískrar fagurfræði. Þessi hugmyndafræði stangast á við hina, sem áður var lýst. í togstreit- unni verða verk Kazantzakis til, togstreitan heillar lesandann svo að hann veit stundum hvorki hvar hann er staddur né hvert ferðinni er heitið. Lokaorð bókarinnar snúa dæminu við, Jesús vaknar af draumi til þess eins að deyja: Hann reyndi af öllum mætti að gera sér grein fyrir hvar hann væri staddur, hver hann væri og hversvegna hann kveldist. Hann langaði til að ljúka hrópi sínu og hrópa LAMA SABAKTANI. Hann reyndi að bæra varirnar, en gat ekki. Hann svimaði og var að því kominn að missa meðvitund. Hann virtist vera að þeytast niður og farast. En skyndilega, meðan hann var að hrapa og farast, hlaut einhver á jörðu að hafa kennt í brjósti um hann, því að honum var haldið reyrstaf, og hann fann svamp difinn í edik hvíla við varir sér og nasir. Hann andaði dúpt að sér beiskum þefnum, lifnaði við, þandi út brjóstið, leit til himins og rak upp átakanlegt kvein: LAMA SABAKTANÍ! Síðan laut hann strax höfði örmagna. Hann fann til hræðilegra kvala í höndum, fótum og fyrir hjarta. Sjón hans glæddist, hann sá þyrnikórónuna, blóðið, krossinn. Tveimur gullnum eyrnahringum og tveimur glitrandi tanngörðum brá fyrir í myrkvaðri sólinni. Hann heyrði kaldan hæðnishlátur, og hringar og rennur hurfu. Jesús var eftir, hangandi í loftinu, aleinn. Höfuð hans titraði. Skyndilega mundi hann hvar hann var staddur, hver hann var, og hversvegna hann kenndi til. Villtur og óviðráðanlegur fögnuður greip hann. Nei, nei,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.