Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 111
andvari
HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI
109
an skipar veigamikinn sess. Þar lýsir presturinn því yfir að nú hafi . ,[æ]skan
og sakleysið, sönn menntun og mannkostir... tengst óslítandi böndum eilífrar
ástar... Það er í stuttu máli Paradís til vor komin, er enginn vélafullur högg-
ormur skríður kringum.“21 Sagan á síðan eftir að afsanna og afhelga þessi
orð, snúa þeim upp í andhverfu sína eða umbreyta í háð. Sögunni lýkur síðan
með epilogos þar sem ræða skipar einnig veigamikinn sess, þ.e. líkræðan yfir
Sigríði. Að henni verður vikið síðar í greininni.
Milli brúðkaupsræðunnar og líkræðunnar vindur örlagasögu Sigríðar síðan
fram en hún er tvímælalaus höfuðpersóna sögunnar. I því sambandi er at-
hyglisvert að strax í innganginum er andstæðunum sr. Guðna og Þórarni
lýst í löngu máli, bæði útliti og fasi. Hinar tvær aðalpersónurnar, Sigríður
og Steinar á Brú, eru þar einnig nefnd til leiks en hvorugu lýst. Steinar er
þó látinn afhjúpa sinn innri mann með orðum sínum og ummælum. Sigríður
kemur á hinn bóginn aðeins fyrir sem umræðuefni og jafnvel í hálfkæringi.22
Lesendur kynnast henni þeim mun betur af orðum hennar, athöfnum og hugs-
unum, eftir því sem sögunni vindur fram en verða að ímynda sér útlit hennar
óstuddir að mestu. A það hefur verið bent að Steinar á Brú sé einatt málpípa
höfundar.23 Gildir það raunar ekki aðeins um „Gamalt og nýtt“ heldur einnig
smásöguna „Osjálfræði“ sem einnig birtist í Ofan úr sveitum.24 Þrátt fyrir það
er Sigríður sú persóna sem Þorgils gjallandi í raun samsamaði sig við og er
alterego hans eða hliðarsjálf og sá sem raunverulega kemur boðskap hans á
framfæri. Kemur það fram í því að hinn „alvitri sögumaður“ er henni sérlega
nákominn þótt raunar sjái hann einnig á stundum í huga karlkyns aðalpersón-
anna þriggja. Þá bendir það og til hins sama að á a.m.k. einum stað rýfur höf-
undur frásöguna og útskýrir fyrir lesandanum hversu mjög vitundarvakning
á borð við þá sem Sigríður varð fyrir reyni á einstaklinginn.25 Virðist hann
þar tala af eigin raun.26 Annað dæmi um að Þorgils gjallandi geri konu að
hliðarsjálfi sínu er að finna í „Leidd í kirkju" sem er enn ein sagan í Ofan úr
sveitum. Þar er Guðný á Bakka í þeirri stöðu.27
Örlagasögu Sigríðar má lýsa með ýmsum hætti. Matthías Viðar Sæmundsson
skipti henni upp í þrjú þrep: ómeðvitað ástand, rof eftir fyrstu tvö hjúskapar-
árin og demónískt ástand er hefst þegar Sigríður gerir sér ljóst að hún getur
ekki lifað í hjónabandinu við sr. Guðna.28 Þarna er gengið út frá sálfræðilegu
niðurbroti Sigríðar. Þessi þrískipting hefur vissulega mikið til síns máls. Hér
skal þó litið svo á að skipta megi sögunni milli pro- og epilogos í fimm hluta
sem vissulega endurspegla einnig sálfræðilega þróun: draum, vitundarvakn-
ingu, uppgjör, niðurbrot (demónískt eða öllu heldur infernalískt ástand) og
dauða.29
I upphafi lifir Sigríður í draumi sem vel má nefna ómeðvitað ástand. Hún
elst upp við auð og eftirlæti, lifir í rómantískum dagdraumum og sér sr. Guðna
sem uppfyllingu þeirra. Hún er þó einnig alin upp við sterka hlýðni og kveður