Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 181

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 181
ANDVARI ÍSLENSKT SKÁLD Á ÖRLAGATÍÐ 179 Guðlaugsson, Kamban og Gunnar. Hér kemur strax upp kyndug staða: Saga Borgarætttarinnar var fyrsta skáldsaga Gunnars og sló í gegn. Þetta varð það verk hans sem langbest var tekið í Danmörku, var endurprentað aftur og aftur og reyndist skáldinu styrk fjárhagsleg stoð allan þann tíma sem hann var starfandi höfundur þar í landi og trúlega lengur. En hér heima talaði Gunnar ævinlega illa um Borgarættina, kallaði hana „heilaspuna“. Auðvitað er þetta melódramatískt verk eins og Jón Yngvi rekur skilmerkilega, - en eru það ekki oft slíkar sögur sem almennir lesendur hafa mest gaman af að lesa? Á eftir Borgarættinni koma kreppusögurnar svonefndu, Ströndin, Vargur í véum, Sælir eru einfaldir. Þessi verk eru mjög athyglisverð en fengu dræma dóma hér heima þegar þau komu út, þóttu köld og miskunnarlaus - sem þau eru. Sérstaklega má minnast hve skilningslaus helsti guðfræðingur landsins á þeim tíma og síðar biskup, Jón Helgason, reyndist gagnvart Ströndinni. Er þar þó tekið á mjög alvarlegri trúar- og tilvistarlegri glímu sem guðfræð- ingur hefði átt að geta séð ýmsa fleti á. Þess ber að gæta að á þessum tíma var ráðandi hin bjartsýna og voðfellda nýguðfræði sem Jón Helgason var í forustu fyrir, en hún var alveg fábitin svo hörðu uppgjöri sem Ströndin lýsir í harmsögu séra Sturlu. Ströndin og hinar kreppusögurnar fengu uppreisn löngu síðar, með riti Matthíasar Viðars Sæmundssonar, Mynd nútímamanns- ins. Þar skipar hann Gunnari í fylkingarbrjóst höfunda hins nýja tíma og má vissulega deila um það mat hans. En varla hefur íslenskur bókmenntafræðing- ur hafist handa með öðrum eins tilþrifum og Matthías Viðar þá, og harmsefni að honum skyldu ekki auðnast lengri lífdagar en raun varð. Að kreppusögunum loknum (með innskoti hinnar rómantísku sögu Fóst- bræðra) kemur Fjallkirkjan í fimm bindum og þar næst sú bók sem að list- rænni gerð er almennt talin fremst í höfundarverki Gunnars: Það er Svart- fugl. Jón Yngvi fjallar ágætlega um þá sögu, greinir hana af nærfærni. Og sömuleiðis gerir hann Aðventu góð skil, en þessar tvær sögur urðu þær fyrstu sem komu út á íslensku eftir hið langa hlé á þýðingum á verkum Gunnars. Magnús Ásgeirsson þýddi sögurnar báðar og þær komu út 1938 og 39. Það skipti miklu að svo snjall þýðandi skyldi leggja verk Gunnars í hendur íslendingum á þessum tímamótum. Og ekki á það síður við þýðingu Halldórs Laxness á Fjallkirkjunni. Hún kom í kjölfarið, á vegum útgáfu- félagsins Landnámu sem stofnað var til að útbreiða verk Gunnars hér heima. Það tókst reyndar ekki eins og til var stofnað, en góður árangur í þeim efnum náðist fyrst með útgáfu Almenna bókafélagsins, Skáldverkum, í átta stórum bindum, upp úr 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.