Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 120

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 120
118 HJALTI HUGASON ANDVARI Guði eins og verið hafði - coram Deo - heldur frammi fyrir öðrum mönnum - coram hominibus - sem nú höfðu sest í hásæti Guðs. Um daga Þorgils gjallanda var þessi heimsmyndarbreyting tekin að hafa áhrif hér á landi hvað trúarlíf áhrærir. Þá var og hafin hér þróun sem hefur verið lýst með orðunum „frá trúarmenningu til trúarsannfæringar“.67 Með því er átt við að fyrir breytinguna hafi verið gert ráð fyrir að einstaklingurinn mótaðist af, tileinkaði sér og samsamaði sig sameiginlegri trú samfélagsins sem kæmi hvarvetna fram með sýnilegum hætti í siðum og venjum. Þorgils gjallandi talaði inn í slíkt samfélag þó það væri vissulega tekið að riðlast lítið eitt, jafnvel í Mývatnssveit. Með trúarsannfæringu er hins vegar átt við ástand sem ríkir þegar einstak- lingnum er frjálst að móta sér eigin afstöðu í trúarefnum og ber meira að segja skylda til þess ef hann vill teljast fullveðja og ábyrgur. Sigríður í Kirkjubóli, systkinin á Hamri og Steinar á Brú eru fulltrúar þess sem hér er nefnt trúar- sannfæring - eða ætti frekar að segja sannfæring og heilindi? Líta má á Þorgils gjallanda sem skólabókardæmi um hugsandi einstak- ling á því tímabili þegar íslenska samfélagið gekk í gegnum breytinguna „frá trúarmenningu til trúarsannfæringar“. Hitasóttarkennd tjáningarþörf hans um það leyti sem sögurnar í Ofan úr sveitum urðu til er til vitnis um að hann upplifði það sem á máli guðfræðinnar kallast afturhvarf. Með því er átt við róttæk sinnaskipti í trúarefnum líkt og Sál frá Tarsus, Páll postuli, varð fyrir.68 Viðhorfsbreytingu Þorgils gjallanda ætti þó líklega fremur að kalla „fráhvarf“ þar sem hún beindist a.m.k. yfirborðslega skoðað í gagnstæða átt miðað við reynslu Páls. Það sem mestu skiptir er þó að Þorgils hvarf frá vana- festu, hugsunar- og skeytingarleysi, samsömun, yfirborðsmennsku, skinhelgi, hræsni og í versta falli lygi til heiðarleika. Ofan úr sveitum er vitnisburður hans í því efni. Þess vegna segja allar sögurnar sem þar birtust frá átökum heiðarleika og hræsni og ögra lesandanum til slíkra átaka. Það er erindið sem Þorgils gjallandi vakti máls á og vildi fá viðbrögð við. Lokaorð í upphafi var spurt hvort Þorgils gjallandi hafi í sögu sinni „Gamalt og nýtt“ ráðist á „helgisögur" kristninnar, friðþægingarkenningu kirkjunnar eða aðrar grundvallarhugmyndir hennar. Sú athugun sem hér var gerð sýnir að svo var ekki. Gagnrýnin beindist að prestunum og þeim yfirdrepsskap, hræsni og skinhelgi sem Þorgils taldi sig hafa kynnst af þeirra hálfu. Spjót hans beindust einnig gegn gagnrýnislausri vanahugsun og hefðarhyggju almenn- ingsálitsins. Þá réðst Þorgils gegn þeim „böndum" sem ráðandi öfl, kirkja og ríki, höfðu lagt á fólk og ollu bælingu og afneitun eigin áhugamála og hvata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.