Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 114

Andvari - 01.01.2013, Side 114
112 HJALTI HUGASON ANDVARI Liður í niðurbrotinu er samfélagsleg útskúfun sem Sigríður mætir þá sjald- an hún fer af bæ, einkum til jarðarfara. Eins þéttist sveitarkvitturinn sem for- dæmir hana en ber blak af sr. Guðna. Þegar dregur að sögulokum tekur hann á sig sýnilegt form, verður líkt og sjálfstæð sögupersóna, slæðingur, draugur sem boðar váleg tíðindi:46 Umtalið kolsvart og skitið, af því að velkjast mann frá manni í dalnum komst til Sigríðar að lokum, læddist og gufaði inn lítið að ummáli í einu en safnast þegar saman kemur og kornið fyllir mælinn.. ,47 Lokastig sögunnar, dauðinn, hefst með að landfarsótt berst í dalinn. Sr. Guðni veikist en hjarnar við. í þorrabyrjun veikist Sigríður, tekin og tærð af baráttu undangenginna missera. Hún er hætt komin en það bregður til hins betra. Morguninn eftir sótthvörfin heyrir hún hljóðskraf í baðstofunni fram af svefn- húsi sínu. Þar er komin Steinunn á Gili, næsta bæ við Kirkjuból, í hlutverki skapanornar og kveður upp þann dóm að best væri fyrir alla að Sigríður dæi. Ummælin verða að áhrínsorðum, Sigríði slær niður og hún deyr. Kolsvart og skitið umtalið reynist hafa verið fylgja Steinunnar. Að framan var drepið á að hestar gegna ítrekað dramatísku hlutverki í sögunni. Slíkt er nærtækt í sveitalífssögu. Hið sama má segja um árstíðir og veður. Stórhríð brestur á þegar tilfinningar Sigríðar og Þórarins brjótast fyrst út og Þórarinn berst við hana á heimleið um nótt.48 Þegar þau hafa á hinn bóginn gengist við tilfinningunum fyrir sjálfum sér bregður höfundur upp lýsingu af vorkomu er sólin vekur náttúruna, dýr og jurtir, til nýs lífs en þá senu taldi Einar H. Kvaran sýna að Þorgils væri „fæddur rithöfundur“ er væri öðrum íslenskum höfundum hæfileikaríkari.49 Veðurlýsingar gegna einnig öðru hlutverki í sögunni. Þær verða líkt og leiðarstef sem ætlað er að bregða ljósi á tilfinningar eða aðstæður og koma til sögunnar eftir að uppgjör Sigríðar er hafið. Oftast er þar vísað til tvísýns veðurs, bliku sem grúfir yfir, en einnig vetrarþoku, jökulblæjar og hríðar.50 Loks má benda á rás sögunnar sjálfrar frá hásumri til þorra. Hér að framan var vikið að hugmyndum um táknræn heiti þeirra bæja sem helst koma við sögu. Hvort sem sú túlkun er viðurkennd eða ekki er forvitni- legt að skoða landafræði sögunnar og líta á bæina sem afmarkaða „heima“ eða heimkynni mismunandi hugmyndafræði og siðgæðis.51 Kirkjuból, prest- setrið yst í dalnum, verður miðstöð hræsni og yfirdrepsskapar. Þar situr sr. Guðni sem fastast í skjóli almenningsálitsins en Sigríður, persónugerfingur heiðarleikans, flýr af hólmi til að bjarga lífi sínu. Á næsta bæ, Gili, búa Jón og fyrrnefnd Steinunn. Þar stendur ótæmandi brennivínskútur prestinum ávallt opinn, þar eru brugguð launráð og þaðan fer Steinunn til að kveða upp skapa- dóm sinn yfir Sigríði. Þá kemur Brú þar sem Steinar býr og Sigríður leitar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.