Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 139
ANDVARI
ER HÆGT AÐ YRKJA HJARÐLJÓÐ SVONA NÆRRI NORÐURPÓLNUM?
137
Ljóðmælandinn leitar hennar í skóginum en finnur ekki, hvorki þennan dag
né aðra daga þegar hann leggur leið sína um þessar slóðir. Æ síðan ber hann
ör í hjarta og spyr:
Því ljómar fegurð til að töfra’ og særa?
Því teiknast hún svo djúpt í hjartað inn
Og að eins eftir skilur skuggann kæra
Af sköpun þeirri’, er ljómar rétt um sinn? (161)
I lokaerindinu ávarpar hann skógartjörnina og segir að hún hafi misst „skír-
leiks ímynd bjarta / Sem skein á þér af himinblíðri mey; / Af fleti þín hún
fluttist á mitt hjarta / Og festist, svo hún þaðan hverfur ei.“ (162)
Skógarsjónin sýnir náttúruna sem kyrra, stillta og myndræna; hún er
upphafin og fegurð hennar birtist í kvenmynd sem heillar ljóðmælandann
og lætur hann ekki í friði. Þó að meyjan sé fáklædd er hún „engilhrein“ í
sakleysi sínu og minnir á upphafið hlutverk kvenna í borgaralegum heimi
Biedermeiertímans. Kvenmyndin speglar þann sem talar í ljóðinu og hann
telur sig finna í henni samhljóm, enda eigi þau sameiginlega drauma. Ljóðið
semur sig að hjarðljóðahefðinni að því leyti að þar verður maðurinn fyrir
hugljómun úti í náttúrunni sem fylgir honum um ókomna tíð. En ólíkt því
sem vanalega er í hjarðljóðum - og í skáldskap Steingríms yfirleitt - hefur
þetta ekki aðeins jákvæð áhrif því að ljóðmælandinn ber hryggð í hjarta
vegna þess að hann veit að hann mun aldrei hitta meyna framar.
í öðru skógarljóði Steingríms finnur ljóðmælandinn fró meðal trjánna og
um stund er byrði heimsins af honum létt. Ljóðið heitir Skógarhvíldin og þar
segir:
Svo fjær var mér heimur með sorgum og synd,
Er svaf ég á forsælu beði,
Mig hræddust ei fuglar né fagureyg hind
í friðarins sakleysi og gleði. (117)
Þetta skógarljóð fylgir því algenga ferli hjarðljóða að maðurinn snýr aftur
til síns heima endurnærður: „Upp! glaður nú rís eg af grösugum blett / Og
geng meðan endist mér dagur; / Minn hugur er kátur og hjartað er létt, / Og
heimurinn víður og fagur.“ (118)
Draumur hjarðsveinsins er ljóð sem hefur augljós tengsl við hjarðljóða-
hefðina og lýsir ástamálum á stríðnislegan hátt. Það minnir að því leyti á
áðurnefnt ljóð sem Stefán Ólafsson þýddi, Lúkidór og Krýsillis, þar sem því
er lýst er „fjárhirðir“ sofnar úti í haga á sumardegi og „fjármeyja", sem hann
er hugfanginn af, vekur hann með stríðni; hann fær þó kossa frá henni í sára-
bætur.20 Hjarðsveininn í ljóði Steingríms dreymir að hann sitji hjá „smámey