Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 148

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 148
146 SVEINN EINARSSON ANDVARI veginn fékk ég á tilfinninguna að þarna væri þó ungur maður sem vissi hvað hann vildi. Hann sýndi mér skrif sem hann hafði lagt stund á í skóla. Þetta voru augljóslega ósjálfstæð skólaverkefni, mjög undir áhrifum frá fáránleika- stefnunni, einkum Beckett. Lítið vissi ég þá að þessi ungi maður átti eftir að verða helsti Beckett-sérfræðingur þjóðarinnar, þýðandi og greinandi. Ég spurði hann hvort ekki væri erfitt að heita Ibsen. Hann sagði að á það yrði þá að reyna. Hann lét reyna á það. Þetta var satt að segja eitt af hundruðum svona viðtala. En einhvern veginn var það öðruvísi en hin. Þegar færi gafst næst að ráða aðstoðarleikstjóra, sem getur verið á við marga skóla, varð þessi ungi maður fyrir valinu. Og þegar mig vantaði leikhúsritara nokkrum árum síðar varð hann einnig fyrir valinu. Þetta allt er tíundað hér af þeirri ástæðu einni, sem oft hefur verið klifað á, að bestu skáldin koma iðulega fram eftir skólun í leikhúsum. Fyrirmyndirnar heita hvorki meira né minna en Shakespeare, Moliére, Goethe, en líka Brecht, Pinter... Með leikritinu Elín Helena 1993 hélt Árni Ibsen innreið sína sem leik- skáld í „stóru“ leikhúsin. Og þó. Frumraun hans hafði verið leikgerð að Oliver Twist, sem hann vann fyrir Þjóðleikhúsið 1981 og Bríet Héðinsdóttir setti upp. Síðan reri hann út einn á báti með leikritinu Skjaldbakan kemst þangað líka sem fjallaði um svo óvenjulegt efni sem tilbúinn fund skáldanna William Carlosar Williams og Ezras Pound. Það tveggja manna tal átti sér stað undir formerkjum Egg-leikhússins í húsakynnum Nýlistasafnins við Vatnsstíg; Árni leikstýrði sjálfur, en sýning fór svo á flakk og var sýnd á leiklistarhátíðum í Dublin, Kaupmannahöfn og Brighton. Síðar var leikurinn settur upp á Lilla teatern í Helsinki og hjá Leikfélagi Akureyrar og loks í útvarpsleikhúsinu. Árni var sem sagt orðinn alþjóðamaður með sínum fyrstu verkum. Og þurfti ekki að koma á óvart. Efnið í Skjaldbökunni var í senn kunnuglegt og ný- stárlegt, karp tveggja skálda á öndverðum meiði um hlutverk skáldskaparins og skáldsins í samfélaginu. Árni tók miklu ástfóstri við Carlos Williams og þýddi mikið af ljóðum hans, en í leiknum lýsir hann þó einnig skilningi á hinum órólega anda, Pound, sem meðal annars varð það á, að mæla fasistum bót sem kunnugt er. Læknirinn Carlos Williams er hins vegar nær taóism- anum í auðmýkt sinni gagnvart lífi og starfi. Þetta var 1984. Næsti leikur var einnig á vegum Eggleikhússins, þó að Sjónvarpið tæki sér síðar fyrir hendur að filma þann leik. Leikurinn nefndist Afsakið, hlé og var þannig til kominn, að sá sem hér heldur á penna hafði lengi gengið með það í maganum að kynna belgíska skáldið Ghelderode fyrir íslenskum leik- húsgestum. Og þó að hinn frábæri leikur Pantagleize væri reyndar freistandi verkefni, lá einþáttungurinn Escurial betur við höggi fyrir févana leikflokk eins og Eggið hans Viðars Eggertssonar. Ég vildi láta leika þann leik í tvígang á tvo ólíka vegu, fyrst nokkuð svo hefðbundið með dularfullum kertum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.