Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 52
50
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
sem þeir Hallgrímur Kristinsson kaupfélagsstjóri og Sigurður Jónsson í
Ystafelli, síðar ráðherra, sáu um síðla vetrar 1916.
Námskeiðið stóð þrjár vikur, en meðal nemendanna voru verðandi
kaupfélagsstjórar, Björn Kristjánsson, Erlingur Friðjónsson og Hannes
Jónsson auk Vilhjálms og einnig Jón Arnason, síðar framkvæmdastjóri
hjá Sambandinu og bankastjóri í Landsbanka íslands. Þetta námskeið
var tildrög að stofnun Samvinnuskólans. Hvað sem öðru líður var lang-
skólaganga jafnan mælistika til að marka öllum öðrum lægri stéttarbás,
og ef til vill braust Vilhjálmur gegnum nokkurs konar ósýnilega línu
sem langskólamenn höfðu viljað draga þegar hann gerðist ráðherra og
þegar hann síðar varð seðlabankastjóri. Þó var ekki mjög ólíkt á komið
um tvo samstarfsmenn Vilhjálms, þá Björn Olafsson ráðherra og Jón G.
Maríasson seðlabankastjóra.
Vilhjálmur Þór var alla ævi að grundvalla, leita að tækifærum og
grípa þau, reisa, byggja og ryðja brautir inn í framtíðina. Hann skipar
sér sess meðal fremstu frumkvöðla í íslensku atvinnulífi á 20. öld.
Hann þótti traustur, markviss, samviskusamur, vinnusamur og árang-
ursríkur. Athyglisvert er að Vilhjálmur var bæði ötull rekstrarmaður og
líka mjög fær bankamaður, en ekki er öllum gefin slík breidd í áhuga og
hæfileikum. Akureyringar sem minntust hans frá fyrri árum sögðu að
hann hafi verið þægilegur í umgengni og samskiptum. Síðar meir þótti
hann kaldur og fálátur mörgum sem störfuðu undir stjórn hans syðra.
Hann var mjög hávaxinn og réttur í baki og stóð sumum hálfgerð ógn
af honum. Þá var sagt að hann hafi haft gaman að því að svara mönnum
þannig að þeir yrðu að ráða svolítið í orðin, og glotti þá við. Margir hafa
borið að olíumálið hafi haft mikil áhrif á Vilhjálm á síðustu árum hans;
það hafi orðið honum persónulegt áfall sem hafi gert hann varari um
sig en áður hafði verið.
Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf. kom ungur til starfa
undir stjórn nafna síns. Hann segir: „Vilhjálmur er einhver eftirminni-
legasti maður sem ég hef kynnst. Það var mikill lærdómur fyrir mig
sem ungan mann að starfa með honum og fylgjast með því hvernig
hann vann. Hann var fljótur að taka ákvarðanir og sneri sér um leið
að því að koma þeim í framkvæmd. í hans orðabók var ekki til neitt
sem hét að geyma hlutina. Þeir voru gerðir í dag, helst strax, ekki á
morgun eða seinna. Hann var ákaflega kvikur í hreyfingum, háleitur
og gekk hratt, eins og hann væri alltaf að flýta sér. Hann gat verið
skemmtilegur og ræðinn ef við sátum að spjalli og ekkert sérstakt var