Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 149

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 149
ANDVARI IBSEN YNGRI 147 munkasöng í ótryggu miðaldaumhverfi undir steindum múrum, og síðan líkt og textinn og athafnirnar væru spunnar fram í hita leiksins, og höfðu leikend- ur þá skipt um hlutverk. Enda fjallar leikurinn um vald og undirgefni. En ekki nóg með það, því að við vildum hafa beinni skírskotun í íslenskt samfélag en með kóngum, prelátum og hirðfíflum í höllum Spánar. Því var leikurinn Afsakið hlé beinlínis pantaður hjá Arna, sem færði sambærilega atburðarás inn í innihaldslausan bissnisheim smákappa. En Arni gerir gott betur því að hann bætir inn jafnréttisleysi kynjanna í atvinnulífnu. Ghelderode var leikinn í Hlaðvarpanum, en Afsakið, hlé í Gallerí Nýhöfn í Hafnarstræti og gengu leikhúsgestir þangað og svo aftur á Vesturgötuna, stundum undir regnhlífum þegar þörf krafði. Umritun Arna var snjöll, en í sjónvarpinu kom fram að hún gat alveg staðið sjálfstætt, þó að upphaflega væri hún þáttur í þessari þríþættu sýningu sem nefndist Sál mín er hirðfífl í kvöld. Þætti Arna lauk beinlínis með því að rifrildi leikaranna bar þá út á götu og sást ekkert meira til þeirra, en áhorfendur sátu ráðvilltir eftir með furðusvip. Næst lét Arni heyra í sér í útvarpsleikhúsinu með Skýi, skemmtilega flétt- aðri pælingu um það hvenær minningin verður raunverulegri en raunveruleik- inn í kringum mann. Þetta er samtal eiginmanns við tvær eiginkonur sínar, en sú fyrri er reyndar óvart látin. Hún blandar sér eigi að síður mjög í sam- töl og framvindu, líkt og í Ærsladraugi Noels Cowards. En hér er þó ekki tómt gaman á ferðinni, minningin getur bæði yljað og angrað. Og hvernig er sá mekanismi sem vinnur úr þeim, kæfir eða hampar? Eftir aldamótin tók Arni síðan upp þráðinn aftur og samdi leiki fyrir útvarp. Þessi leikrit telur hann upp í síðustu Ijóðabók sinni og heita Snóker (2001), Til að koma í veg fyrir misskilning ákvað mamma að þegja (2002), Verslun og viðskipti (2003), American Nightmare (2003) og Emma og Ofeigur (2006). Þau munu óleikin, merkilegt nokk og voru ef til vill einhver þeirra ófullgerð. Smám saman óx orðstír Arna sem ljóðskálds jöfnum höndum og sömu- leiðis varð hann mikilvirkur þýðandi; hann gerði sér vel ljósa þá skólun sem í slíkri iðju felst. Eftir að hann kom heim frá námi, hafði hann fyrst starfað sem kennari við Flensborgarskólann og þar m.a. unnið með nemendum að leiksýningum, en frá 1979 tók hann sem sagt við af Stefáni Baldurssyni sem leikhúsritari í Þjóðleikhúsinu og frá 1988 var hann síðan í átta ár leiklistar- ráðunautur hússins. Það var þó ekki í Þjóðleikhúsinu sem næsta sviðsverk Arna leit dagsins ljós. Þetta var dálítið kostulegur gamanleikur sem nefndist Fiskar á þurru landi og kom upp á vegum eins þeirra sjálfstæðu leikhópa sem skutu upp kollinum á síðustu áratugum aldarinnar, Pé-leikhópsins. Margir þessara leikflokka urðu skammlífir, enda fé af skornum skammti og í rauninni sjaldan um nógu sterk- an kjarna að ræða, iðulega einnig sóttir leikarar í stofnanaleikhúsin í krefj- andi hlutverk og því ekki væntanlegt framhald á samvinnunni. En þetta var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.