Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 171

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 171
ANDVARI SÍÐASTA FREISTINGIN 169 Hún var móð, nam sem snöggvast staðar og leit á Jesúm. Hann skalf við, því hann merkti að augu hennar léku tælandi, lævíslega, einsog augu engilsins. En hún brosti til hans. „Ottastu ekki, ástvinur minn. Arum saman hef ég verið komin á fremsta hlunn með að segja þér dálítið, en hef aldrei haft kjark til þess. Nú hyggst ég að gera það.“ „Hvað er það? Vertu óhrædd, ástvina mín.“ „Ef þú ert í sjöunda himni og ferðalangur á leið hjá og biður um vatnsglas, stígðu þá niðrúr sjöunda himni til að færa honum það. Og ef þú ert dýrlingur og kona biður þig um koss, stígðu þá niðrúr heilagleik þínum til að kyssa hana. Að öðrum kosti verður þér ekki borgið.“ Jesús tók utanum hana, hallaði höfði hennar aftur og kyssti hana á munninn. Þau náfölnuðu bæði. Þau kiknuðu í hnjáliðunum. Þau gátu ekki gengið lengra, en lögðust undir blómgað sítrónutré og fóru að veltast um grundina. Sólin reis og skein á þau. Hægur blær andaði á þau; nokkur sítrónublóm féllu á nakta líkama þeirra. Græn eðla festi sig á steini gegnt þeim og einblíndi hringlaga augum á þau hreyfingarlaus. Öðruhverju hafði heyrst í nautinu baula úr fjarska, en nú hvíldist það fullmettað. Hægur úði kældi brennheita líkamana og dró fram ilminn úr sverðinum. María Magdalena umfaðmaði manninn malandi og hélt sér þétt uppað honum. „Enginn karlmaður hefur nokkurntíma kysst mig. Ég hef aldrei fundið skegg karlmanns við varir mér né kinnar, né hné karlmanns milli hnjánna. Þetta er fæðingardagur minn! Ertu að gráta, barnið mitt?“ „Elskaða eiginkona, aldrei hef ég vitað, að heimurinn væri svona fagur eða holdið svona heilagt. Það er líka dóttir Guðs, þokkafull systir sálarinnar. Ég hafði aldrei haft hugmynd um að sæla holdsins væri ekki syndsamleg.“ (Bls. 447-448). ... aldrei hefég vitað, að heimurinn vœri svona fagur eða holdið svona heil- agt. ...Eg hafði aldrei haft hugmynd um að sœla lioldsins væri ekki syndsam- leg. Þessi orð bera vitni um persónulegan sigur skáldsins, hann hefur yfirunnið ákveðnar hömlur sem tvíhyggja holds og anda hafði lagt á hann. Þegar Jesús og María Magdalena nálgast hvort annað baular nautið öðru hverju en þegar morgnar hvílist það fullmettað. Kazantzakis vísar lesandanum í ákveðna átt. I draumsýninni á milli svefns og vöku, milli lífs og dauða á krossinum, sem óneitanlega verður að teljast hápunktur verksins, slær Kazantzakis svip- aða strengi og í Sorbasi. í þeirri bók styðst skáldið við eigin reynslu, hann kynnist þessum lífsglaða Grikkja og heillast af honum, og það er einmitt frumkrafturinn í þessum óbreytta námuverkamanni - sem Anthony Quinn kom til skila með ógleymanlegum hætti í kvikmyndinni Zorba - það er hinn krítverski frumkraftur sem Kazantzakis skynjaði innra með sér. En vitundin um þann frumkraft, sem birtist óbeislaður í Zorba (eða Sorbasi), vekur jafn- framt með honum sterka vitund um eigin firringu frá þeim sama frumkrafti, firringu, sem er í senn augljós og sár. Hvar er þessi ólgandi, eldheiti kynngi- kraftur lífsins þegar hann horfir í eigin barm og til eigin sögu? Litla stúlkan sem kemur til hans í upphafi draumsýnarinnar segir þessi orð: „Stígðu niður af krossinum. Þú ert maður, ekki sonur Guðs. Lifðu einsog maður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.