Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 77

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 77
andvari „annað eins skáldséní hafa ÍSLENDINGAR ALDREI ÁTT“ 75 skap?“ spyr Bjarni. Ef til vill á hann við gagnrýni Tomasar á litla rækt hans við skáldgáfuna. Eins og áður segir hafði Bjarni margs konar skyldum að gegna og taldi sig sjálfsagt ekki geta veitt sér þann munað að liggja stöðugt í skáldskap, auk þess sem flest ef ekki öll skáld þurfa að glíma við tímabund- ið andleysi sem þau fá engu um ráðið og hæpið að gagnrýna þau fyrir það. Bjarni játaði fyrir Finni Magnússyni árið 1831 að hann ætti við slíkan vanda að etja: „Eg yrki nú næstum aldrei og fæði það lítið með sótt og harmi sem frá mér kemur .. .‘46 Sem betur fer urðu þau vandræði ekki varanleg. En hafi gremja búið í Bjarna hefur hún ekki rist djúpt þegar litið er á vinsam- legan fund þeirra Tómasar tveimur árum síðar, og ótrúlegt er annað en Bjarni hafi undir niðri látið sér vel líka hrósið. Jón Helgason biskup tilfærir í ævisögu Tómasar tvö dæmi um viðbrögð annarra við bæklingnum. Annars vegar var ritdómur í Dansk Litteratur-Tidende 1832, líklega eftir ritstjórann og prófessor- inn Jens Möller, sem þekkti Tómas, „eldhugann unga“ („den fyrige Yngling“), og fer um hann vinsamlegum orðum, hrósar honum fyrir dugnað þó að hann finni ýmislegt að bæklingnum. Hins vegar er bréf frá séra Arna Helgasyni, gömlum vini Bjarna, til Rasmusar Kr. Rask, dagsett 1. sept. 1832, þar sem gert er lítið úr framfarahugmyndum Tómasar og gefið í skyn að skrifin beri vitni um óraunsæi og ungæðishátt.47 Viðbúið er að ásakanir um vanrækslusyndir Bjarna hafi verið litnar sömu augum. Hvorugur gagnrýnenda nefnir þetta at- riði beint né minnast þeir á hrós Tómasar um skáldskap Bjarna. Hefði þó Árna Helgasyni ekki átt að mislíka lofið um vin sinn, en svo virðist sem óánægja með annað í bæklingnum hafi byrgt honum sýn og það á ef til vill einnig við um Bjarna sjálfan. Konráð Gíslason nefnir útgáfu bæklingsins í bréfi til ísleifs Einarssonar í júlí 1832, segir lauslega frá meginefninu, telur þar margt gott og að auki sé þar „hrós um einstaka menn“, en fer ekki nánar út í þá sálma.48 Ekki verður séð að skáldskapur Bjarna hafi tekið miklum breytingum né afköst hans á því sviði aukist eftir 1831. Kvæðin sem talin eru frá síðasta áratug ævi hans, 1832-1841, eru á 40 síðum sem er innan við fimmtungur af megin- kvæðahlutanum í ljóðmælaútgáfu Jóns Helgasonar 1935. Af nærri 70 kvæðum sem birtust í Skírni 1832-41 voru sjö eftir Bjarna, allt erfiljóð nema Veturinn. Þrjú kvæði eftir hann komu í Sunnanpóstinum sem séra Árni Helgason gaf út, tvö þeirra voru einnig prentuð í Skírni.49 Fimm kvæði komu í Fjölni. Alls birtust því 13 kvæði eftir Bjarna á prenti í þessum tímaritum 1832-41.50 Erfiljóð Bjarna á þessu síðasta skeiði voru flest hefðbundin að efni og virð- ast stundum ort af skyldurækni fremur en tjáningarþörf. Nokkur skera sig þó úr vegna skáldlegra verðleika, til að mynda um Svein Pálsson og Odd Hjaltalín. Nýstárleg á skáldferli hans síðari árin voru ástarkvæðin sem birt- ust í Fjölni, talin ort á árunum 1837-38: Kysstu mig aftur, Freyjukettirnir og Stjörnuskoðarinn. Ymis önnur góð kvæði mætti nefna, svo sem áðurnefnda Brúðkaupsvísu til Tómasar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.