Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 68

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 68
66 PÁLL BJARNASON ANDVARI Lýsingar í þessum anda voru ekki óþekktar á þeim tíma. Bjarni vísaði til erfi- ljóðsins um Stefán Stephensen eftir Þórð Sveinbjörnsson sem birtist í Sagna- blöðum 1821. Þar má greina skyldar hugmyndir:22 Hvað er það harmakveins að hlustum ríður Ingólfseyju frá? ísum klæddir jöklar og aldin fjöll óp það endurkveða. í sama bréfi biður Bjarni Finn einnig fyrir kvæðið Kötlukvísl sem „eg vegna forms þess er hræddari um, eftir Öefjord mág minn.“ (BThBréf 1:161) Þórarinn Öefjord, frændi Bjarna og mágur, drukknaði í Kötlukvísl á Mýrdalssandi við þriðja mann, þrítugur að aldri, nýorðinn sýslumaður Skaftfellinga, og var Bjarna sem öðrum mikill harmdauði. í þessu kvæði bryddar hann upp á nýjum bragarhætti. Langalgengast var um þær mundir að erfikvæði væru undir brag- arháttum eddukvæða og áhættuminnst var að fylgja viðteknum venjum í því efni. Hann óttast viðtökur kvæðisins þar sem fólk sé óvant bragarhættinum: „Þetta form, balladeformið, er nú lítt þekkt í íslenskum skáldskap og kannske það því gjöri ei lukku hjá almenningi."23 Bjarni sýnir með þessu áræði og hér er dæmi um að hann fylgdist vel með straumum í skáldskap annarra þjóða. Lokaerindi kvæðisins er þannig:24 Forðastu að ríða þann feigðar um sand, í fjallinu er Katla og ætlar þér grand, kaldhlátur dauða þar gellur í gjá, en grátandi Skaftafells landvættir tjá: „Æ, hví dó hann Öefjord svo ungur!“ Ekki kom Kötlukvísl í Sagnablöðum 1824 og Bjarni skrifaði Finni um haust- ið: „Kötlukvísl mín komst þá ekki í Sagnablöðin hjá þér - eg bið um pláss fyrir hana í næsta árs Sagnablöðum þó hún sé ei vel ort.“ (BThBréf 1:162) Enn kvartar Bjarni yfir því haustið 1825 að fá ekki einu sinni gagnrýni á kvæðið og á hann erfitt með að leyna gremju sinni: „Þú hefir ei innfært kveðling minn yfir Öefjord mág minn í Sagnablöðin, eg gef þér ei sök á því, því ef þér ei hefir líkað þau var það vináttubragð af þér að vilja ei prostituera mig með honum, en gef þér sök á því að þú ei hefir criticerað hann privat við mig, því sjálfselska mín segir hann sé ei undir eða niður fyrir alla critik....“ (BThBréf 1:166) Finnur svaraði loks vorið 1826 að kvæðið væri gott, en það hefði gleymst (BThLjóðmæli 11:139-141). Hann lét aldrei prenta kvæðið. í stað þess að veita Kötlukvísl rúm í Sagnablöðum 1824-25 birti Finnur meðal annars kvæði eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.