Andvari - 01.01.2013, Side 68
66
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
Lýsingar í þessum anda voru ekki óþekktar á þeim tíma. Bjarni vísaði til erfi-
ljóðsins um Stefán Stephensen eftir Þórð Sveinbjörnsson sem birtist í Sagna-
blöðum 1821. Þar má greina skyldar hugmyndir:22
Hvað er það harmakveins
að hlustum ríður
Ingólfseyju frá?
ísum klæddir jöklar
og aldin fjöll
óp það endurkveða.
í sama bréfi biður Bjarni Finn einnig fyrir kvæðið Kötlukvísl sem „eg vegna
forms þess er hræddari um, eftir Öefjord mág minn.“ (BThBréf 1:161) Þórarinn
Öefjord, frændi Bjarna og mágur, drukknaði í Kötlukvísl á Mýrdalssandi við
þriðja mann, þrítugur að aldri, nýorðinn sýslumaður Skaftfellinga, og var
Bjarna sem öðrum mikill harmdauði. í þessu kvæði bryddar hann upp á nýjum
bragarhætti. Langalgengast var um þær mundir að erfikvæði væru undir brag-
arháttum eddukvæða og áhættuminnst var að fylgja viðteknum venjum í því
efni. Hann óttast viðtökur kvæðisins þar sem fólk sé óvant bragarhættinum:
„Þetta form, balladeformið, er nú lítt þekkt í íslenskum skáldskap og kannske
það því gjöri ei lukku hjá almenningi."23 Bjarni sýnir með þessu áræði og hér
er dæmi um að hann fylgdist vel með straumum í skáldskap annarra þjóða.
Lokaerindi kvæðisins er þannig:24
Forðastu að ríða þann feigðar um sand,
í fjallinu er Katla og ætlar þér grand,
kaldhlátur dauða þar gellur í gjá,
en grátandi Skaftafells landvættir tjá:
„Æ, hví dó hann Öefjord svo ungur!“
Ekki kom Kötlukvísl í Sagnablöðum 1824 og Bjarni skrifaði Finni um haust-
ið: „Kötlukvísl mín komst þá ekki í Sagnablöðin hjá þér - eg bið um pláss
fyrir hana í næsta árs Sagnablöðum þó hún sé ei vel ort.“ (BThBréf 1:162) Enn
kvartar Bjarni yfir því haustið 1825 að fá ekki einu sinni gagnrýni á kvæðið
og á hann erfitt með að leyna gremju sinni: „Þú hefir ei innfært kveðling
minn yfir Öefjord mág minn í Sagnablöðin, eg gef þér ei sök á því, því ef þér
ei hefir líkað þau var það vináttubragð af þér að vilja ei prostituera mig með
honum, en gef þér sök á því að þú ei hefir criticerað hann privat við mig, því
sjálfselska mín segir hann sé ei undir eða niður fyrir alla critik....“ (BThBréf
1:166)
Finnur svaraði loks vorið 1826 að kvæðið væri gott, en það hefði gleymst
(BThLjóðmæli 11:139-141). Hann lét aldrei prenta kvæðið. í stað þess að veita
Kötlukvísl rúm í Sagnablöðum 1824-25 birti Finnur meðal annars kvæði eftir