Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 88
86 PÉTUR PÉTURSSON ANDVARI búferlaflutningur til Englands. Málakunnátta Eiríks fór ekki fram hjá kenn- urum hans við Prestaskólann, þeim Pétri Péturssyni forstöðumanni skólans, síðar biskupi íslands, og Sigurði Melsted. Þeir unnu að nýrri þýðingu og út- gáfu á Nýja testamentinu og einnig fóru þeir yfir texta Gamla testamentisins og lagfærðu þar ýmislegt í eldri útgáfu. Utgáfa Biblíunnar og prentun hennar var samvinnuverkefni Breska biblíufélagsins og þess íslenska og var Eiríkur beðinn að lesa prófarkir og hafa eftirlit með prentuninni. Þetta var orsök þess að hann steig á skipsfjöl ásamt eiginkonu sinni Sigríði Einarsdóttur sumarið 1862 og hélt til Englands sem átti eftir að vera heimkynni hans það sem eftir var ævinnar. Þá hafði hann sótt um og fengið prestsembætti í heimasveit sinni en hann sagði því lausu.7 s Ahriffrá kvekurum Starfið við biblíuútgáfuna var illa launað og gátu hjónin ekki framfleytt sér af þeim tekjum sem hann fékk og þess vegna tók Eiríkur að sér prestsþjón- ustuna við sendiráð Dana í árslok 1862. Hann undi hag sínum ekki vel í því hlutverki og forðaði sér úr embættinu eins fljótt og hann gat.8 Sumarið þar á eftir var hann leiðsögumaður Englendingsins Isaac Sharp, sem tveimur árum áður hafði komið til landsins og þá sem fulltrúi Breska biblíufélagsins, sem bauðst til að styðja nýja útgáfu Biblíunnar á íslensku. Bæði skiptin var þessi erlendi gestur einnig í trúboðserindum, en hann var af trúflokki kvekara. Sharp var vel stæður og mikill áhugamaður um trúboð og ferðalög. Hann ferðast vítt um landið, flutti predikanir og ræddi við fólk um sálarheill þess. Vinsamlegt og alþýðlegt viðmót hans aflaði honum virðingar og vinsælda af háum sem lágum. Þegar Sharp ferðaðist um landið sumarið 1861 var Matthías Jochumsson túlkur og aðstoðarmaður hans. Matthías lýsir trúboðanum sem „mesta göfugmenni og mannvini."9 Bundust þeir vináttuböndum og Matthías heimsótti kvekarann þegar hann var á ferð á Englandi 1871.10 Biskupinn yfir íslandi tók trúboðanum vel enda hafði hann bréf upp á vas- ann frá Breska biblíufélaginu. Daginn eftir fyrsta fund þeirra safnaðist um fimm hundruð manns saman til að hlýða á boðskap hans.11 Þeim Sharp og Eiríki varð ekki síður vel til vina en þeim Matthíasi og má það merkja af ævisögu trúboðans að Eiríkur hefur orðið honum minnistæður. Þar er meðal annars greint frá því er þeir voru staddir í kirkju úti á landi og trúboðinn pre- dikaði en Eiríkur þýddi. Sveif þá að þeim drukkinn maður með hníf sem hélt að þeir væru guðlastarar og hótaði þeim lífláti. Trúboðinn varð felmtri sleg- inn en Eiríkur hélt áfram að túlka eins og ekkert hefði í skorist og talaði til mannsins þar til hann róaðist. Sharp predikaði yfir prestaskólanemum og al- þingismönnum. Honum var boðið að vera viðstaddur kirkjuvígslu á Útskálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.