Andvari - 01.01.2013, Page 88
86
PÉTUR PÉTURSSON
ANDVARI
búferlaflutningur til Englands. Málakunnátta Eiríks fór ekki fram hjá kenn-
urum hans við Prestaskólann, þeim Pétri Péturssyni forstöðumanni skólans,
síðar biskupi íslands, og Sigurði Melsted. Þeir unnu að nýrri þýðingu og út-
gáfu á Nýja testamentinu og einnig fóru þeir yfir texta Gamla testamentisins
og lagfærðu þar ýmislegt í eldri útgáfu. Utgáfa Biblíunnar og prentun hennar
var samvinnuverkefni Breska biblíufélagsins og þess íslenska og var Eiríkur
beðinn að lesa prófarkir og hafa eftirlit með prentuninni. Þetta var orsök þess
að hann steig á skipsfjöl ásamt eiginkonu sinni Sigríði Einarsdóttur sumarið
1862 og hélt til Englands sem átti eftir að vera heimkynni hans það sem eftir
var ævinnar. Þá hafði hann sótt um og fengið prestsembætti í heimasveit sinni
en hann sagði því lausu.7
s
Ahriffrá kvekurum
Starfið við biblíuútgáfuna var illa launað og gátu hjónin ekki framfleytt sér
af þeim tekjum sem hann fékk og þess vegna tók Eiríkur að sér prestsþjón-
ustuna við sendiráð Dana í árslok 1862. Hann undi hag sínum ekki vel í því
hlutverki og forðaði sér úr embættinu eins fljótt og hann gat.8 Sumarið þar á
eftir var hann leiðsögumaður Englendingsins Isaac Sharp, sem tveimur árum
áður hafði komið til landsins og þá sem fulltrúi Breska biblíufélagsins, sem
bauðst til að styðja nýja útgáfu Biblíunnar á íslensku. Bæði skiptin var þessi
erlendi gestur einnig í trúboðserindum, en hann var af trúflokki kvekara.
Sharp var vel stæður og mikill áhugamaður um trúboð og ferðalög. Hann
ferðast vítt um landið, flutti predikanir og ræddi við fólk um sálarheill þess.
Vinsamlegt og alþýðlegt viðmót hans aflaði honum virðingar og vinsælda af
háum sem lágum. Þegar Sharp ferðaðist um landið sumarið 1861 var Matthías
Jochumsson túlkur og aðstoðarmaður hans. Matthías lýsir trúboðanum sem
„mesta göfugmenni og mannvini."9 Bundust þeir vináttuböndum og Matthías
heimsótti kvekarann þegar hann var á ferð á Englandi 1871.10
Biskupinn yfir íslandi tók trúboðanum vel enda hafði hann bréf upp á vas-
ann frá Breska biblíufélaginu. Daginn eftir fyrsta fund þeirra safnaðist um
fimm hundruð manns saman til að hlýða á boðskap hans.11 Þeim Sharp og
Eiríki varð ekki síður vel til vina en þeim Matthíasi og má það merkja af
ævisögu trúboðans að Eiríkur hefur orðið honum minnistæður. Þar er meðal
annars greint frá því er þeir voru staddir í kirkju úti á landi og trúboðinn pre-
dikaði en Eiríkur þýddi. Sveif þá að þeim drukkinn maður með hníf sem hélt
að þeir væru guðlastarar og hótaði þeim lífláti. Trúboðinn varð felmtri sleg-
inn en Eiríkur hélt áfram að túlka eins og ekkert hefði í skorist og talaði til
mannsins þar til hann róaðist. Sharp predikaði yfir prestaskólanemum og al-
þingismönnum. Honum var boðið að vera viðstaddur kirkjuvígslu á Útskálum