Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 100

Andvari - 01.01.2013, Page 100
98 PÉTUR PÉTURSSON ANDVARI Á þessum árum var Haraldur að kynnast biblíurannsóknum og nýjum viðhorfum í ritskýringu. Það hlaut að koma að því að hann þyrfti að taka afstöðu til frjálslyndari viðhorfa til ýmissa túlkunaratriða og vega og meta hollustu við fyrri þýðingarúrslausnir sem komin var hefð fyrir og tóku mið af erfikenningum kirkjunnar. Eiríkur studdi við hvort tveggja, mikilvægi nýjustu niðurstaðna biblíurannsókna og frjálslynd viðhorf til kenningarlegra atriða. En þetta kostaði Harald mikla baráttu og var hann tvístígandi eins og kom fram í því að Þórhallur Bjarnarson, forstöðumaður Prestaskólans, sem var í þýðingarnefndinni, tók fyrr af skarið varðandi álitamál af þess- um toga.56 Haraldur var þá enn mjög bundinn af erfikenningunum og holl- ustu við kirkjustofnunina, enda alinn upp í þeim anda og trúr móðurbróð- ur sínum, biskupinum Hallgrími Sveinssyni, sem studdi hann til mennta og hafði beitt sér fyrir því að Biblíufélagið réði hann til þýðingarstarfs- ins. Haraldur leit mjög upp til íslensku prestanna í Vesturheimi og sá í trúvörn þeirra og starfsmiðaðri safnaðarvitund viðreisnarvon kirkjunnar á nýrri öld. Einkum var það séra Jón Bjarnason sem átti aðdáun Haralds, en hann reyndist mjög harður íhaldsmaður þegar kom að kirkjukenningum og hefðum og taldi biblíurannsóknirnar grafa undan trú kristins fólks. Olli það Haraldi miklum vonbrigðum þegar Jón tók að gagnrýna þá texta sem gefnir voru út sem sýnis- horn af nýju þýðingunni. Jón brást við biblíurýninni með því að halda fram kenningunni um bókstaflegan innblástur ritningarinnar. I bréfum til Haralds stappar Eiríkur í hann stálinu og kemur með mótrök við gagnrýni Jóns. Að mati þess sem hér skrifar var Eiríkur maðurinn á bak við þróun Haralds í átt til frjálslyndrar guðfræði. í bréfi sem Eiríkur sendi Haraldi árið 1903 greinir hann málstað Jóns og sýnir fram á hversu fáránlegur hann sé og tekur fram að þótt biblíutextinn sjálfur sé ekki innblásinn anda Guðs þá séu höfundarnir það. Haraldi þótti mikið til þessa bréfs koma og einkum þar sem Eiríkur lýsir hinni sönnu trú hjartans á sinn mergjaða hátt. Taldi Haraldur engan hafa komist betur að orði en Eirík þegar hann skrifar þannig um trú höfunda ritninganna. Að áeggjan Haralds skrifaði Eiríkur greinina „Séra Jón Bjarnason og biblíurannsóknirnar“, sem birtist í Verði Ijós 1904. Þar kemur biblíuskiln- ingur og trúarafstaða Eiríks vel fram og er hún sú sama og þegar hann var að glíma við gagnrýni Guðbrands Vigfússonar fjórum áratugum áður. Hann telur viðbrögð Jóns helgast af því að honum sé umhugað um völd sín og áhrif í kirkjufélagi Vestur-íslendinga og hræðslu við það að ef bókstafnum sé hnikað til hljóti trúin sjálf að falla. Eiríkur byrjar á því að viðurkenna að kirkjunnar menn hafi verið staðnir að því að falsa sögulegar staðreyndir og skrifar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.