Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 66
64 PALL BJARNASON ANDVARI við ungt og upprennandi, efnilegt skáld í Múlasýslu...“ Pilturinn var Ólafur Indriðason, þá nýútskrifaður úr heimaskóla Geirs biskups Vídalín, síðar prestur.18 Kvæðið orti hann í tilefni af strandi skipsins Strombole í Alfta- firði 1817 og hefst þannig: Hver skyldi hingað sigur sækja, hvar sældir allar fram hjá krækja, og hrakfallanna’ er höfuðból? Hvar varla nokkur við má standa, voðalaust, þar að muni stranda hans fjör, hvert farsæld áður ól. Kvœðin í íslenzkum sagnablöðum 1820-1826 Hlutur Bjarna var ekki mikill í Klausturpóstinum, fjögur kvæði af um það bil 60. Ekki er vitað hvort Bjarni bað Magnús að birta fleiri kvæði eða hvort það stafaði af „ræktarleysi við skáldskapargyðjurnar" að kvæðin voru ekki fleiri. En líklegasta skýringin er sú að lítill vinskapur var jafnan með þeim Magnúsi Stephensen. Ætla mætti að betur hefði gengið að fá kvæði birt í íslenzkum sagnablöðum sem gefin voru út af Hinu íslenska bókmenntafélagi þar sem Bjarni var virkur félagi og vinur hans, Finnur Magnússon, ritstýrði. En Sagnablöðunum var skorinn þröngur stakkur í efnisvali og í fyrstu var ekki ætlunin að birta þar kveðskap. Ritið hóf göngu sína 1816 og fyrstu fjögur árin birtust þar engin kvæði. A því var þó slakað, en kvæðum var þá venjulega holað niður sem viðaukum eða til uppfyllingar. Aðeins voru birt 22 kvæði í sjö árgöngum, 1820-1826. Um það bil helmingur eru erfiljóð eða grafskrift- ir, flestöll undir edduháttum og ort um embættismenn eða fyrirfólk. Önnur kvæði eru ort við ýmis hátíðleg tækifæri, veisluminni eða þakkarávörp, flest undir sönghæfum háttum. Fjögur þessara 22 kvæða eru eftir Bjarna. Sjálfur er Finnur skrifaður fyrir tveimur, en aðrir nafngreindir höfundar áttu yfirleitt eitt kvæði hver í Sagnablöðum, meðal þeirra Bjarni Þórðarson í Siglunesi, Gunnlaugur Oddsson, Jóhann Briem, Jón Espólín, Jón Johnsonius, Páll Arna- son og Ögmundur Sigurðsson. Auk þess er höfunda nokkurra kvæða ekki getið eða með dulnefni. Með hjálp sendibréfa Bjarna Thorarensens sem varðveist hafa, einkum til Finns Magnússonar, getum við fylgst allvel með viðleitni hans til að koma kvæðum sínum á framfæri. En bréf Finns til Bjarna munu vera glötuð. Fyrsta kvæði Bjarna í Sagnablöðunum birtist árið 1822 og var kveðið til heiðurs þýska skáldinu de la Motte Fouqué sem ort hafði lofkvæði um ísland. Kvæði Bjarna var á fornlegu máli og undir fornyrðislagi, sem svar „lands vors og félags vegna,“ eins og segir í inngangi ritstjórans.19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.