Andvari - 01.01.2013, Qupperneq 66
64
PALL BJARNASON
ANDVARI
við ungt og upprennandi, efnilegt skáld í Múlasýslu...“ Pilturinn var Ólafur
Indriðason, þá nýútskrifaður úr heimaskóla Geirs biskups Vídalín, síðar
prestur.18 Kvæðið orti hann í tilefni af strandi skipsins Strombole í Alfta-
firði 1817 og hefst þannig:
Hver skyldi hingað sigur sækja,
hvar sældir allar fram hjá krækja,
og hrakfallanna’ er höfuðból?
Hvar varla nokkur við má standa,
voðalaust, þar að muni stranda
hans fjör, hvert farsæld áður ól.
Kvœðin í íslenzkum sagnablöðum 1820-1826
Hlutur Bjarna var ekki mikill í Klausturpóstinum, fjögur kvæði af um það
bil 60. Ekki er vitað hvort Bjarni bað Magnús að birta fleiri kvæði eða hvort
það stafaði af „ræktarleysi við skáldskapargyðjurnar" að kvæðin voru ekki
fleiri. En líklegasta skýringin er sú að lítill vinskapur var jafnan með þeim
Magnúsi Stephensen. Ætla mætti að betur hefði gengið að fá kvæði birt í
íslenzkum sagnablöðum sem gefin voru út af Hinu íslenska bókmenntafélagi
þar sem Bjarni var virkur félagi og vinur hans, Finnur Magnússon, ritstýrði.
En Sagnablöðunum var skorinn þröngur stakkur í efnisvali og í fyrstu var
ekki ætlunin að birta þar kveðskap. Ritið hóf göngu sína 1816 og fyrstu fjögur
árin birtust þar engin kvæði. A því var þó slakað, en kvæðum var þá venjulega
holað niður sem viðaukum eða til uppfyllingar. Aðeins voru birt 22 kvæði í
sjö árgöngum, 1820-1826. Um það bil helmingur eru erfiljóð eða grafskrift-
ir, flestöll undir edduháttum og ort um embættismenn eða fyrirfólk. Önnur
kvæði eru ort við ýmis hátíðleg tækifæri, veisluminni eða þakkarávörp, flest
undir sönghæfum háttum. Fjögur þessara 22 kvæða eru eftir Bjarna. Sjálfur
er Finnur skrifaður fyrir tveimur, en aðrir nafngreindir höfundar áttu yfirleitt
eitt kvæði hver í Sagnablöðum, meðal þeirra Bjarni Þórðarson í Siglunesi,
Gunnlaugur Oddsson, Jóhann Briem, Jón Espólín, Jón Johnsonius, Páll Arna-
son og Ögmundur Sigurðsson. Auk þess er höfunda nokkurra kvæða ekki
getið eða með dulnefni.
Með hjálp sendibréfa Bjarna Thorarensens sem varðveist hafa, einkum til
Finns Magnússonar, getum við fylgst allvel með viðleitni hans til að koma
kvæðum sínum á framfæri. En bréf Finns til Bjarna munu vera glötuð.
Fyrsta kvæði Bjarna í Sagnablöðunum birtist árið 1822 og var kveðið til
heiðurs þýska skáldinu de la Motte Fouqué sem ort hafði lofkvæði um ísland.
Kvæði Bjarna var á fornlegu máli og undir fornyrðislagi, sem svar „lands vors
og félags vegna,“ eins og segir í inngangi ritstjórans.19