Andvari - 01.01.2013, Síða 181
ANDVARI
ÍSLENSKT SKÁLD Á ÖRLAGATÍÐ
179
Guðlaugsson, Kamban og Gunnar. Hér kemur strax upp kyndug staða: Saga
Borgarætttarinnar var fyrsta skáldsaga Gunnars og sló í gegn. Þetta varð það
verk hans sem langbest var tekið í Danmörku, var endurprentað aftur og aftur
og reyndist skáldinu styrk fjárhagsleg stoð allan þann tíma sem hann var
starfandi höfundur þar í landi og trúlega lengur. En hér heima talaði Gunnar
ævinlega illa um Borgarættina, kallaði hana „heilaspuna“. Auðvitað er þetta
melódramatískt verk eins og Jón Yngvi rekur skilmerkilega, - en eru það ekki
oft slíkar sögur sem almennir lesendur hafa mest gaman af að lesa?
Á eftir Borgarættinni koma kreppusögurnar svonefndu, Ströndin, Vargur í
véum, Sælir eru einfaldir. Þessi verk eru mjög athyglisverð en fengu dræma
dóma hér heima þegar þau komu út, þóttu köld og miskunnarlaus - sem þau
eru. Sérstaklega má minnast hve skilningslaus helsti guðfræðingur landsins
á þeim tíma og síðar biskup, Jón Helgason, reyndist gagnvart Ströndinni. Er
þar þó tekið á mjög alvarlegri trúar- og tilvistarlegri glímu sem guðfræð-
ingur hefði átt að geta séð ýmsa fleti á. Þess ber að gæta að á þessum tíma
var ráðandi hin bjartsýna og voðfellda nýguðfræði sem Jón Helgason var í
forustu fyrir, en hún var alveg fábitin svo hörðu uppgjöri sem Ströndin lýsir
í harmsögu séra Sturlu. Ströndin og hinar kreppusögurnar fengu uppreisn
löngu síðar, með riti Matthíasar Viðars Sæmundssonar, Mynd nútímamanns-
ins. Þar skipar hann Gunnari í fylkingarbrjóst höfunda hins nýja tíma og má
vissulega deila um það mat hans. En varla hefur íslenskur bókmenntafræðing-
ur hafist handa með öðrum eins tilþrifum og Matthías Viðar þá, og harmsefni
að honum skyldu ekki auðnast lengri lífdagar en raun varð.
Að kreppusögunum loknum (með innskoti hinnar rómantísku sögu Fóst-
bræðra) kemur Fjallkirkjan í fimm bindum og þar næst sú bók sem að list-
rænni gerð er almennt talin fremst í höfundarverki Gunnars: Það er Svart-
fugl. Jón Yngvi fjallar ágætlega um þá sögu, greinir hana af nærfærni. Og
sömuleiðis gerir hann Aðventu góð skil, en þessar tvær sögur urðu þær
fyrstu sem komu út á íslensku eftir hið langa hlé á þýðingum á verkum
Gunnars. Magnús Ásgeirsson þýddi sögurnar báðar og þær komu út 1938
og 39. Það skipti miklu að svo snjall þýðandi skyldi leggja verk Gunnars í
hendur íslendingum á þessum tímamótum. Og ekki á það síður við þýðingu
Halldórs Laxness á Fjallkirkjunni. Hún kom í kjölfarið, á vegum útgáfu-
félagsins Landnámu sem stofnað var til að útbreiða verk Gunnars hér heima.
Það tókst reyndar ekki eins og til var stofnað, en góður árangur í þeim efnum
náðist fyrst með útgáfu Almenna bókafélagsins, Skáldverkum, í átta stórum
bindum, upp úr 1960.