Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 111

Andvari - 01.01.2013, Side 111
andvari HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI 109 an skipar veigamikinn sess. Þar lýsir presturinn því yfir að nú hafi . ,[æ]skan og sakleysið, sönn menntun og mannkostir... tengst óslítandi böndum eilífrar ástar... Það er í stuttu máli Paradís til vor komin, er enginn vélafullur högg- ormur skríður kringum.“21 Sagan á síðan eftir að afsanna og afhelga þessi orð, snúa þeim upp í andhverfu sína eða umbreyta í háð. Sögunni lýkur síðan með epilogos þar sem ræða skipar einnig veigamikinn sess, þ.e. líkræðan yfir Sigríði. Að henni verður vikið síðar í greininni. Milli brúðkaupsræðunnar og líkræðunnar vindur örlagasögu Sigríðar síðan fram en hún er tvímælalaus höfuðpersóna sögunnar. I því sambandi er at- hyglisvert að strax í innganginum er andstæðunum sr. Guðna og Þórarni lýst í löngu máli, bæði útliti og fasi. Hinar tvær aðalpersónurnar, Sigríður og Steinar á Brú, eru þar einnig nefnd til leiks en hvorugu lýst. Steinar er þó látinn afhjúpa sinn innri mann með orðum sínum og ummælum. Sigríður kemur á hinn bóginn aðeins fyrir sem umræðuefni og jafnvel í hálfkæringi.22 Lesendur kynnast henni þeim mun betur af orðum hennar, athöfnum og hugs- unum, eftir því sem sögunni vindur fram en verða að ímynda sér útlit hennar óstuddir að mestu. A það hefur verið bent að Steinar á Brú sé einatt málpípa höfundar.23 Gildir það raunar ekki aðeins um „Gamalt og nýtt“ heldur einnig smásöguna „Osjálfræði“ sem einnig birtist í Ofan úr sveitum.24 Þrátt fyrir það er Sigríður sú persóna sem Þorgils gjallandi í raun samsamaði sig við og er alterego hans eða hliðarsjálf og sá sem raunverulega kemur boðskap hans á framfæri. Kemur það fram í því að hinn „alvitri sögumaður“ er henni sérlega nákominn þótt raunar sjái hann einnig á stundum í huga karlkyns aðalpersón- anna þriggja. Þá bendir það og til hins sama að á a.m.k. einum stað rýfur höf- undur frásöguna og útskýrir fyrir lesandanum hversu mjög vitundarvakning á borð við þá sem Sigríður varð fyrir reyni á einstaklinginn.25 Virðist hann þar tala af eigin raun.26 Annað dæmi um að Þorgils gjallandi geri konu að hliðarsjálfi sínu er að finna í „Leidd í kirkju" sem er enn ein sagan í Ofan úr sveitum. Þar er Guðný á Bakka í þeirri stöðu.27 Örlagasögu Sigríðar má lýsa með ýmsum hætti. Matthías Viðar Sæmundsson skipti henni upp í þrjú þrep: ómeðvitað ástand, rof eftir fyrstu tvö hjúskapar- árin og demónískt ástand er hefst þegar Sigríður gerir sér ljóst að hún getur ekki lifað í hjónabandinu við sr. Guðna.28 Þarna er gengið út frá sálfræðilegu niðurbroti Sigríðar. Þessi þrískipting hefur vissulega mikið til síns máls. Hér skal þó litið svo á að skipta megi sögunni milli pro- og epilogos í fimm hluta sem vissulega endurspegla einnig sálfræðilega þróun: draum, vitundarvakn- ingu, uppgjör, niðurbrot (demónískt eða öllu heldur infernalískt ástand) og dauða.29 I upphafi lifir Sigríður í draumi sem vel má nefna ómeðvitað ástand. Hún elst upp við auð og eftirlæti, lifir í rómantískum dagdraumum og sér sr. Guðna sem uppfyllingu þeirra. Hún er þó einnig alin upp við sterka hlýðni og kveður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.