Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 168

Andvari - 01.01.2013, Page 168
166 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI skrá sjónvarps 5. apríl 1997. Margir urðu áreiðanlega fyrir vonbrigðum þegar tilkynnt var samdægurs að ekkert yrði af sýningu myndarinnar. Þessi viðbrögð komu á óvart. íslendingar eru mótaðir af annars konar trúar- hefð og trúarskilningi en margar aðrar þjóðir: hér hefur lengst af verið upp- lýst, einstaklingsbundin og frjálslynd trúarmenning þar sem menn kippa sér ekki upp við sömu hluti og þeir sem mótast hafa af stofnanavæddri, róm- verskri trúarhugsun eða grísk-kaþólskri, eða þá af bandarískum lágkirkju- hreyfingum hinna sterku leiðtoga. En hver var höfundurinn og um hvað snýst túlkun hans á Jesú? Nikos Kazantzakis dregur það iðulega fram að hann hafi verið Krítverji, þar fæddist hann árið 1885 en lést í Freiburg í Þýzkalandi 1957. Á leiði hans í Herakleion á Krít er legsteinn, sem á eru letruð þessi orð sem hann valdi sjálfur: „Ég vona ekkert, ég óttast ekkert, ég er frjáls.“ Orðin draga fram þrjú meginstef í hugsun hans: vonina, óttann og frelsið. Reyndar stangast orðin „Eg vona ekkert“ á við það sem lesa má út úr verkum hans, það á sér í lagi við um Síðustu freistinguna. Kazantzakis bar hróður Grikklands víða og var menntamálaráðherra landsins um skeið, hann var í óformlegu banni grísku kirkjunnar og af þeirri ástæðu fékk hann ekki kirkjulega greftrun í Aþenu. Auk þess voru verk hans á svarta listanum hjá rómversk-kaþólsku kirkjunni. Hann var átakamaður, tók ávallt þátt í harðri baráttu fyrir frelsi Krítar, í þeim langvinnu átökum var kirkjan ekki á hliðarlínunni; heilagur Menas stóð frelsishetjunum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Kazantzakis dvaldist þó löngum erlendis eftir að hann lauk lögfræðinámi frá háskólanum í Aþenu. I hálft ár dvaldist hann á klaustraeynni Áþos í Makedóníu, aleinn í litlum klefa og hugleiddi þann möguleika að gerast munkur. Hann var einnig heimspekilega sinnaður, í því efni koma mörg nöfn við sögu sem hér verða ekki talin upp. Að einu undanskildu: heimspekingurinn Friedrich Nietzsche hreif hann alla tíð, hið hömlulausa í verkum hans, hrifn- ingin sem gagntekur manninn og hrífur hann með sér út fyrir allt rökrænt. Hér er ekki aðeins heimspeki í viðteknum skilningi, maðurinn er ekki aðeins hugsandi heldur einnig lifandi vera af holdi og blóði, sem lætur hrífast og lifir sig inn í hið náttúrulega, sköpunina og er sjálfur skapandi í skapandi heimi. Á síðasta tímabili ævinnar skrifaði Kazantzakis þekktustu verk sín. Fyrst birtist meistaraverkið Gríska dymbilvikan, skrifuð á tveimur mánuðum. Hún sló í gegn; bækur hans voru nú þýddar á tugi tungumála og hann tilnefndur oftar en einu sinni til Nóbelsverðlauna. Gríska dymbilvikan gerist í grísku þorpi, sem hefur verið hertekið af Tyrkjum. Sjöunda hvert ár er píslarsaga Krists leikin í þorpinu, ári fyrirfram eru leikendur valdir. Sagan fjallar um val þorpsbúa á einstaklingum til að fara með hlutverk Krists og lærisveinanna og Maríu Magdalenu og hvernig líf þessa fólks verður á árinu, þangað til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.