Andvari - 01.01.2013, Page 92
90
PÉTUR PÉTURSSON
ANDVARI
boðskap kristninnar og því ónothæf í helgihaldi. Niðurstaða hans var sú að
landið væri í raun biblíulaust og hefði verið það lengi. Þar átti hann einnig
við að fyrri útgáfur á 19. öld hefðu verið stórgallaðar og borið vitni um óheil-
brigt trúarlíf. Gat hann sérstaklega um aðkomu Magnúsar Stephensen dóm-
stjóra að útgáfu trúarlegs efnis.24 Olli þetta fulltrúum Breska biblíufélags-
ins áhyggjum og sendu þeir Pétri biskupi athugasemdirnar og hann brást
við með hógværum skrifum þar sem hann sýndi fram á öfgar í málflutn-
ingi Guðbrands.25 Eiríkur taldi gagnrýni Guðbrands Vigfússonar út í hött og
sýndi fram á takmarkanir þýðingar Odds og útgáfu Guðbrands Þorlákssonar
á Biblíunni í heild árið 1584, en Guðbrandur Vigfússon hélt þeirri útgáfu
mjög fram sem gullaldarbiblíumáli þar sem sannur andi siðbótarinnar hefði
birst ómengaður á íslensku máli. Eiríkur tók dæmi um útlenskuslettur sem
þar mætti finna og bætti við að sjaldnast hefði verið þýtt eftir frumtextanum
heldur dönskum og þýskum þýðingum. Eiríkur taldi Guðbrand Vigfússon
ekki dómbæran á þýðinguna - hann kynni t.d. ekki hebresku og hvergi í
málflutningi hans væri að finna áherslu á nauðsyn þess að miða við frum-
textann.26 Hver kynslóð þyrfti að eignast biblíuútgáfu á alþýðlegu íslensku
máli sem byggð væri á frummálunum. Eiríkur var á móti því að viðhalda
gömlum kirkjulegum helgistíl á biblíutextunum þótt hann hefði verið góður
og gildur á sinni tíð.
Það mátti skilja Guðbrand Vigfússon þannig að ekki aðeins frumtexti
biblíuritanna heldur ákveðnar þýðingar væru bókstafleg sáluhjálparatriði.
Hann skrifar:
Nú er Guðs orð það helgunarklæði, í hverju söfnuðrinn kemr fram fyrir Guð í bænum
sínum; þetta klæði hafa ómildar hendr frá okkr tekið, og öll okkar heill er undir því
komin, að við náum því aptr, og ekki verði við þann íslenzka sagt, þegar allir koma fram
fyrir Guð: vinr, hví komstu hér, eigi skrýddr því rétta brúðkaupsklæði?27
Eiríkur hafnar fullyrðingum Guðbrands, að biblíuútgáfur upplýsingarmanna
og þeirra Péturs og Sigurðar séu gallaðar vegna þess að þá skorti trúarlegar
forsendur og um leið telur hann það fjarstæðu að halda fram kenningunni um
að Biblían sé bókstaflega innblásin af anda Guðs. Hann bendir á að það séu
ekki ákveðnir textar heldur höfundarnir sem séu innblásnir, en þeir tjá trú
sína á opinberun Guðs við ólíkar aðstæður. Málið sjálft og stíllinn sé mikil-
vægur en ekki grundvallandi fyrir trúna.28
Viðhorf Eiríks til sambands trúartilfinningarinnar og biblíutextans er at-
hyglisvert ekki síst í ljósi guðfræði kvekara. Hann skrifar:
Því fegurð málfærisins snertir ekki sálu mannsins er hólpin skal verða. Þeir sem gjöra
málfærið að aðalatriði sáluhjálpar vorrar, eins og gjört er í Oxforðargreininni gleyma
alveg þessum grundvallaratriðum þess máls: að sitt er hvað hluturinn sjálfur og lagið