Andvari - 01.01.2013, Page 134
132
SVEINN YNGVI EGILSSON
ANDVARI
berg í ágústblíðunni, en vissulega fellur sú viðbót vel að ímynd norrænnar
sveitasælu. Eftir stendur hjarðljóðamynd af skáldi á gönguför sem endar með
óvæntum hætti.
Hjarðljóð
Sá kveðskapur sem í almennu tali gengur undir nafninu náttúruljóð á sér
langa sögu. Forngrísk og rómversk skáld ortu um sveitalíf í ljóðum sem köll-
uð eru búkolík eða arkadískur skáldskapur. Þeókrítos (uppi á 3. öld f. Kr.) var
þekktasta skáld Grikkja í þessari grein ljóðlistar. Rómverska skáldið Virgill
(uppi á 1. öld f. Kr.) orti eklóga þar sem smalar kveðast á og hjarðlífinu er
lýst í héraðinu Arkadíu á Grikklandi. Virgill orti einnig búnaðarbálka (lat.
georgica) þar sem fjallað er á upplýsandi hátt um rómverska akuryrkju, skóg-
rækt, kvikfjárrækt og býflugnarækt. Kvæði Virgils höfðu mikil áhrif og urðu
fyrirmynd margra skálda á síðari öldum.
Oft eru slík verk nefnd einu nafni hjarðljóð (e. pastoral), en þá er ekki
síður átt við skáldskaparhátt (e. mode) heldur en ákveðna bókmenntagrein
(e. genre). í bók sinni Pastoral bendir fræðimaðurinn Terry Gifford á að heit-
ið hjarðljóð eða hið hjarðljóðalega (pastoral sem lýsingarorð) megi skilja á
þrennan hátt. í fyrsta lagi sé þar átt við áðurnefndar bókmenntagreinar sem
þekktar urðu í forngrískum og rómverskum skáldskap og lifðu fram á nýöld,
þar sem tveir smalar kváðust á og sveitalífið var dásamað (Steingrímur sneri
sjálfur kvæði af þessu tagi eftir forngríska skáldið Bion sem hann kallar í
íslenskri þýðingu „Vorið. Samtal tveggja hirðsveina“).3 í öðru lagi sé heitið
notað í almennri merkingu um hvers kyns skáldskap sem lýsir sveit eða nátt-
úru sem andstæðu borgarlífs (t.d. skáldsaga sem hefur til að bera slíka efnis-
þætti). í þriðja lagi hafi heitið verið notað á gagnrýninn hátt af þeim sem eru
á móti upphöfnum lýsingum á ágæti sveitalífs, þar sem litið sé framhjá þeim
erfiðleikum og neikvæðu þáttum sem fylgja slíku lífi, eða látið sem náttúran
sé óspillt og ómenguð (gagnrýnin gengur þá t.d. út á að hér sé um listræna
blekkingu að ræða).4 Heitið hjarðljóð verður notað í víðri merkingu í þess-
ari grein um ljóðrænar lýsingar á sveitasælu og þá ekki sett sem skilyrði að
tveir smalar kveðist á, þó að reyndar komi smalamennska eða bústörf víða
við sögu. Slíkur skáldskapur getur virst einfaldur á yfirborðinu en býr yfir
ýmsum eiginleikum ef betur er að gáð. Þar má greina ákveðið grunnferli sem
Gifford lýsir og heimfæra má upp á ýmis ljóð Steingríms. Ferlið lýsir sér í því
að maður finnur tímabundið athvarf eða fylgsni í náttúrunni og hverfur svo
aftur til samfélagsins eða menningarinnar og er þá endurnærður eða reynsl-
unni ríkari. Á ensku er þetta táknað með orðunum retreat (athvarf) og return
(afturhvarf).5