Andvari - 01.01.2013, Page 49
andvari
VILHJÁLMUR ÞÓR
47
áhrifum? ... Með því að kappkosta að halda vakandi því góða sem
kennt var í barnæsku. Með því að kappkosta að halda opnum og vel
vakandi þeim skynjunarfærum sem einum og sérhverjum manni eru
gefin til þess að veita viðtöku góðum áhrifum sem alltaf eru að leita
hans. Með því að vilja hið góða, en ýta því illa á brott.“
Á gamlársdag 1954 kvaddi Vilhjálmur Þór samstarfsfólk sitt hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga með ávarpi. Þar sagði hann meðal
annars: „Fyrir fjörutíu og tveimur árum kom ég ungur sveinn til starfs
hjá samvinnufélagi. Ég óx upp með þessu félagi í aldarfjórðung og lærði
þar í starfi það sem ég hef lært til verslunar. Ég lærði þar frá bernsku
af eigin reynslu og af því sem ég heyrði frá mér reyndari mönnum og
fékk örugga vissu sem aldrei hefur brugðist mér að samvinnan er sú
þjóðfélagsstefna sem er traustust, öruggust og vissust til að bæta kjör
manna, skapaþeim hagsæld og heilbrigði á öllum sviðum.... k liðnum
árum hef ég reynt að vinna þessari háleitu hugsjón eftir því sem ég hef
haft vit og orku til. ... Ég fer einnig frá starfi mínu vegna þess að ég
trúi á þá sem ungir eru. Ég hef sannfæringu fyrir því að það á að leyfa
þeim að komast að til að taka fangbrögðum við lífið og starfið meðan
þeir eru bjartsýnir og djarfir og finna þróttinn og kraftinn búa með
sér, finna orkuna og lífsgleðina steypast eins og fossa um allar æðar
líkamans. ...
Það skiptir ekki alltaf mestu máli að fara hratt. Stundum kallar það
eftir miklu meiri karlmennsku að halda aftur af, þegar ekki gefur til
mikilla framkvæmda. En um leið og þetta er haft vel í huga skal hinu
aldrei gleymt, að setja markið hátt og stefna alltaf þangað, þótt hægt fari
öðru hverju. - Samstarfsmenn, takið höndum saman, sláið skjaldborg
um samvinnuhugsjónina. Verið traustir starfsmenn samvinnunnar.
Eflið hana. Með því aukið þið hagsæld allrar þjóðarinnar.“
Ásgeir Ásgeirsson forseti Islands segir í minningargrein um Vilhjálm
Þór: „Hann tók lítinn sem engan þátt í deilum um dægurmál. Lítill
áróðursmaður, nema um þá hluti sem þurfti að hrinda í framkvæmd.
Hann var frekar dulur, einkum um tilfinningar sínar. Aldrei sjálfhæl-
inn. En forustu- og framkvæmdamaður með ágætum.“
Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og prófessor segir í minningargrein um
Vilhjálm: „Hann var brautryðjandi í viðskiptum samvinnuhreyfingar-
innar. í þeim efnum voru hæfileikar hans svo ótvíræðir að hann hefði
eflaust orðið voldugur viðskiptafrömuður þótt hann hefði fæðst með