Heilbrigt líf - 01.06.1952, Qupperneq 20
til lækninga, og því töluverð reynsla fengin um notkun
hans. Fosfór hefur reynzt áhrifaríkur við ýmsa blóðsjúk-
dóma, sérstaklega svonefnt blóðríki (polycythæmia vera).
Við þann sjúkdóm fjölgar rauðu blóðkornunum mjög mik-
ið, og hefur hann verið lítt viðráðanlegur. Efninu er dælt
inn í æð og sezt það að í lifur, milta og beinmerg, þar
sem rauðu blóðkornin myndast. Geislan þess hefur þannig
áhrif á blóðmyndunina. Geislamagnið minnkar um helm-
ing á 1/2 mánuði (14,3 d.), og er meðferðinni hagað eftir
því. Ýmist er gefinn einn skammtur af efninu eða fleiri
skammtar, og þá minna geislamagn í hverjum. Þessi lækn-
ing hefur verið reynd hér á landi með góðum árangri, og
fyrst af prófessor N. Dungal, í febrúar 1949. — Á sama
hátt er geislavirkur fosfór notaður við langvinnri hvít-
blæðiveiki, þar sem offjölgun er á hvítum blóðkornum
(leucæmia myeloides), en það er einnig erfiður blóðsjúk-
dómur. Áður var drepið á notkun fosfórs við illkynjuð
beinæxli, ýmis sarkmein og heilaæxli.
Þetta er gott dæmi þess, hvernig geislavirkt frumefni
flyzt sjálfkrafa með blóðinu einmitt á þann stað, sem
ætlazt er til að það hafi læknandi áhrif.
Hingað til hefur verið beitt röntgengeislum við þessa
blóðsjúkdóma, auk annars, og blóðmyndandi líffæri geisluð
eða allur líkaminn fengið vægt geislabað. Það er augljóst
að geislavirkur fosfór getur gefið heppilegri geislun og
hlíft heilbrigðum líffærum betur en röntgenlækning.
Geislavirkt joð (radiojoð 53 J131) hefur víða verið not-
að allmikið við skjaldkirtilssjúkdóma, og þ. á. m. einnig
krabbamein í kirtlinum. — Joðið sækir að heilbrigðum
skjaldkirtilvef og einnig sjúkum vef við skjaldkirtileitrun
(thyreotoxicosis). sem er efnaskiptasj úkdómur, er orsak-
ast af ofstarfi í kirtlinum. Við þann sjúkdóm hefur stund-
um fengizt góður árangur með geislavirku joði. Ennþá
mun þó of snemmt að dæma um það, hverja framtíð þessi
18
Heilbrigt líf