Heilbrigt líf - 01.06.1952, Qupperneq 27
stofunni. Geislavirk efni geta komizt á hendurnar og það-
an niður í meltingarfærin, þegar matazt er, eða af vindl-
ingum, ef ekki er höfð nóg aðgæzla. Tengur eru notaðar,
svo að ekki þurfi að snerta lyfið, og gúmmíglófar eru
hafðir til hlífðar, en þeir veita ekki vörn gegn kröftug-
um betageislum eða gammageislum. Ef hætta er á að
fatnaður geti óhreinkazt af geislaefnum eru höfð hlífðar-
föt, sem eingöngu eru notuð á vinnustað. Ef tilefni er til
þess og loftið mengað af geislaefnum, eru notaðar munn-
skýlur eða grímur.
Aðgæzlu þarf við geislandi úrgang, t. d. þvag og saur
sjúklinga, sem settur er í sérstakt ílát, og fylgzt er með
því, að geislamagn fari ekki fram yfir ákveðið mark. Ef
geislamagn er lítið og í lútarupplausn, er talið hættulaust
að hella úrgangi í lokræsi. I súrri upplausn geta geisla-
efni fallið á botninn, ef þau komast í snertingu við líf-
ræn efnasambönd, og er því talið varasamt að fara með
slíkan úrgang á sama hátt. Sum úrgangsefni má brenna
og er þá fylgzt með geislamagni loftsins á staðnum.
Annars eru geislavirk úrgangsefni einnig grafin niður
í sérstakar gryfjur og höfð umsjón með geislamagni á
staðnum.
Þótt geislun frá hinum ýmsu gerviefnum sé mjög mis-
munandi mikil og ekki alltaf jafnvarasöm, gefur þó auga
leið, að nákvæma þekkingu þarf um meðferð þeirra og
hættu þá, ,sem af þeim getur stafað í rannsókna- og lækn-
ingastofum.
Geisla- Sérstök tæki eru höfð til geislaviðvörunar
viðvörun. (radiation monitoring), þ. e. til að vara við
geislahættu. Starfsfólk ber á klæðnari sínum
smáfilmur, eina eða fleiri, sem þar eru festar. Þessar
filmur eru sérstaklega gerðar, þannig að þær mæla bæði
veika (mjúka) og sterka (harða) geisla, og hvora teg-
Heilbrigt líf
25