Heilbrigt líf - 01.06.1952, Síða 52

Heilbrigt líf - 01.06.1952, Síða 52
starfsemi kynkirtlanna. Þá er og of mikil andleg og líkam- leg áreynsla talin ein orsök til ófrjósemi, en sennilega er það eitt út af fyrir sig ekki nægilegt, heldur þarf jafn- framt því meiri truflanir á starfsemi líkamans, sérstak- lega lokuðu kirtlanna. Næringartruflanir valda oft breyt- ingum á starfsemi eggblaðranna og þar með á egglosinu. Eiturverkanir, eins og stundum sjást hjá iðnaðarfólki, sem vinnur við ýmiss konar eiturefni árum saman, eins og blý og aðra málma, geta einnig valdið minnkandi frjó- semi. Frjósemi minnkar mikið með aldrinum og er áberandi minni þegar kemur á fjórða tug ævinnar. Þótt margar konur verði barnshafandi á aldrinum 35—45 ára, þá er frjósemin þó miklu meiri hjá konum á aldrinum 20—25 ára. Það ætti þó engan vegin að fæla eldri konur frá rann- sókn á þessu sviði, því það er allt eins oft hægt að hjálpa þeim eins og hinum yngri og þær verðskulda það og þurfa þess miklu fremur en þær. Ástleitni og fullnæging við samfarir skiptir ekki jafn miklu máli og sumir vilja vera láta, nema að svo miklu leyti, sem það getur truflað sj álfar samfarirnar. Kynvilla virðist oft geta samrýmzt eðlilegri frjósemi, ef því er að skipta. Ófrjósemi, sem er í því fólgin að konan verður van- fær, en getur ekki eignast lifandi afkvæmi, á sér aðrar orsakir og er annars eðlis. Þá er um að ræða fósturlát, fyrirburði eða andvana fædd börn, sem ekki hafa orðið fyrir neinum áverka í fæðingu. Helztu orsakir, sem til athugunar koma í þessu sambandi, eru sárasótt, ýmsar truflanir á kirtlastarfseminni, fjörefnaskortur eða ósam- ræmi í blóðflokkum foreldranna, hinn svonefndi Rhesus- flokkur, sem ennþá hefur ekki verið ráðið fram úr, svo að gagni komi, nema í fáum tilfellum. Að lokum á ófrjósemi oft rót sína að rekja til fram- 50 Heilbrigt líf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.