Heilbrigt líf - 01.06.1952, Síða 53
kallaðra fósturláta eða fóstureyðinga og bólgu eftir barns-
farir. Einkum er það oft, að framkölluð fósturlátin eða
fóstureyðingarnar leiða til lokunar á eggvegunum og
skemmda á eggjastokkunum.
Rannsóknir.
Þegar til þess kemur að finna hvar skemmdin situr,
sem veldur ófrjóseminni, er stundum erfitt að greina það
nákvæmlega. Konur geta orðið barnshafandi, þótt þær hafi
krabbamein í leghálsi, lekanda í leghálsi eða jafnalvar-
legan efnaskiptasjúkdóm og sykursýki. Það er þó sannað,
að frjósemi þeirra er minnkuð og þeim er hætt við að
fæða andvana börn.
Rannsókn á ófrjósemi er nú orðin mjög miklu full-
komnari en hún var fyrir 30—40 árum síðan, þegar ekki
var framkvæmd nema innri skoðun á konunni og þar með
kveðinn úrslitadómur yfir henni, en karlmaðurinn ekkert
athugaður. Oft fór svo að konan, sem sagt var að ekkert
væri að, varð aldrei barnshafandi, en hin, sem talin var
að gæti ekki orðið barnshafandi, varð það sér til mikillar
furðu og ánægju eins fljótt og ástæður stóðu til þess. Þótt
miklar framfarir hafi orðið á þessu sviði, eru þar ennþá
mörg óleyst verkefni, en orsakirnar eru þó miklu kunnari
en áður var. Fyrstu verulegu framfarirnar í rannsókn
þessara mála urðu þegar farið var að athuga báða aðila,
því um þriðjungur af barnslausum hjónaböndum er karl-
manninum að kenna.
Ein af fyrstu rannsóknum í þessu efni er hin svonefnda
Húhners prófun. Húhner birti rannsókn sína á þessu á
fyrsta tug þessarar aldar og var hún byggð á uppástungu
Marion Sims frá síðastliðinni öld um að leita sæðisins í
kynfærum konunnar og komast þannig að raun um getn-
aðarhæfileika karlmannsins. Rannsóknin er framkvæmd
á þann máta, að tveim til fjórum ldukkustundum eftir
Heilbrigt líf
51