Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 65
nýtum þjóðfélagsþegnum, sem geti séð sér farborða í líf-
inu í stað þess að vera öðrum til byrði.
Ég minnist ungrar stúlku, sem fengið hafði mænuveiki
tveggja ára gömul og var að mestu alin upp á spítala
fyrir bækluð börn. Hún lærði að ganga á tveim hækjum,
en lengra náði batinn ekki. Hún hafði lokið námi í verzl-
unarskóla og hafði nú góða stöðu í banka, átti bíl og var
helzta stoð aldraðra foreldra. Enda þótt hér sé um fá-
gætt dæmi að ræða, sýnir það glöggt hversu sigrast má
á örðugleikunum, séu réttar aðstæður fyrir hendi.
Ég býst við að hér á landi yrði miklu örðugra um vik
en í Bandaríkjunum. Valda þar um fátækt og fámenni.
En ekki má það draga úr okkur allan kjark, því sé vilj-
inn fyrir hendi leysist verkið venjulega.
1 Reykjavík þarf að koma upp miðstöð til hjálpar löm-
uðu og fötluðu fólki, þar sem það gæti fengið læknishjálp
og þá fyrst og fremst æfingar og umbúðir. Þeir sem þurfa
við skurðaðgerð, gætu komizt á hin ýmsu sjúkrahús, en
úr skorti þeirra verður vonandi bætt bráðlega.
Þá yrði mikilvægt verkefni slíkrar stofnunar að leið-
beina sjúklingunum um stöðuval samkvæmt hæfni og
greiða götu þeirra að ýmsum störfum, svo sem iðngrein-
um, sem margar hverjar eru vel við hæfi lamaðs fólks.
Varast þarf að hleypa nokkurri hreppapólitík inn í þetta
mál, því slíkt gæti orðið til mikillar óþurftar. Hér á landi
er aðeins þörf á einni slíkri stofnun og hún á auðvitað að
vera í Reykjavík, þar sem öll skilyrði eru bezt.
Engar nákvæmar tölur eru fyrir hendi um fjölda lam-
aðra á Islandi, en vitað er um marga, enda hefur mænu-
veiki verið hér alltíð. Fáir þeirra munu þó vera algjörir
öryrkjar, en þar með er þó ekki sagt, að þeir gætu ekki
verið betur á vegi staddir, ef rétt hefði verið á haldið.
Margir þeirra vinna störf, sem ekki eru við þeirra hæfi
og myndi hjálp um stöðuval hafa komið þar að góðu haldi.
Heilbrigt líf
63