Heilbrigt líf - 01.06.1952, Qupperneq 74
dóma var 66% meiri en þeirra, sem hærri árstekjurnar
höfðu.
Þótt hér hafi mest verið rætt um tap þjóðfélagsins í
sambandi við þá, sem deyja ungir, kemur vitanlega
einnig til athugunar sú starfsorka, sem tapast vegna
sjúkdóma, sem með núverandi þekkingu má hafa hemil á.
Þar við bætist svo kostnaðurinn, sem leiðir af því að
sjá þessu fólki fyrir læknishjálp og hjúkrun. Hér eru
nokkur dæmi:
í Suður-Rhodesíu tapast 5-—10% af starfsorku íbú-
anna vegna malaríu og áætlaður kostnaður Indlands
vegna sama sjúkdóms er 80 milljón sterlingspund á ári.
Á Filipseyjum deyja 10 þúsund manns á ári úr malaríu
og 35 þúsund úr berklum. Þessir tveir sjúkdómar kosta
þjóðina árlega 660 milljónir dollara.
Sem dæmi um, hver áhrif útrýming sjúkdóms hefur á
líf og afkomu þeirra, sem við hann hafa búið, er þessa
getið um landsvæði nokkurt í Grikklandi. Eftir að tek-
izt hafði að útrýma malaríu þar, næstum tvöfölduðust
tekjur fólksins, ræktað land rúmlega tvöfaldaðist og
aðrir sjúkdómar minnkuðu. Enda þótt þetta dæmi taki
aðeins til malaríu, gildir reglan um aðra sjúkdóma, sem
nokkuð verulega kveður að.
Það er vissulega mjög einhliða sjónarmið að líta að-
eins á sjúkdóma sem fjárhagslegt tjón fyrir einstakling
og þjóðfélag, eins og gert hefur verið hér að framan.
Það má ekki gleyma sorgum og þjáningum þeirra, sem
fyrir þeim verða. Frá mannúðlegu sjónarmiði, sem ekki
bindur sig við útgjöld og væntanlegan ábata eingöngu,
er þetta tvennt aðalatriðið. Æskilegast væri, að mann-
úðin ein réði gjörðum manna í þessum efnum, þá mætti
líta á bættan hag, sem af þeim leiddi, sem verðskulduð
laun.
Off jölgun?
Ýmsum virðist vaxa í augum sú fólksfjölgun, sem nú
72
Heilbrigt líf