Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 81
smeygt inn þar til gerðum hníf og samvextirnir milli
lokanna skornir.
Það stendur í veginum fyrir enn frekari aðgerðum á
hjartanu, að það verður að halda áfram starfi sínu,
meðan á þeim stendur, það má hvorki stöðvast né hindr-
ast verulega í starfi sínu. Það er auk þess fullt af blóði
undir miklum þrýstingi og því ekki árennilegt.
Til þess að yfirstíga þessa örðugleika hefur mikið
verið glímt við að útbúa tæki, sem gæti um stundar-
sakir tekið að sér hjartastarfið og nú virðist það vera
að takast.
Nýlega gáfu sjö skurðlæknar í Bandaríkjunum, sem
unnið hafa að þessum málum, skýrslu um gang þeirra
til National Institute of Health, söm styrkir tilraun-
irnar. Þetta undratæki hefur þegar verið notað á hund-
um allt upp í 2 klukkustundir. Það kemur algerlega í
stað hjarta og lungna með því að taka við blóðinu, áður
en það kemur til hjartans, taka úr því kolsýruna, bæta
í það súrefni og dæla því síðan út í slagæðakerfið.
Flest vandamál í sambandi við þetta hafa nú verið
leyst og það er spá þessara manna, að innan eins árs
eða fyrr, verði svo komið að hægt verði beinlínis að taka
hjai'tað og lungun úr sambandi, meðan aðgerð er fram-
kvæmd. Verði reyndin eins góð og við er búizt, opnast
hér nýtt svið, með meiri möguleikum en menn hafa gert
sér grein fyrir ennþá.
Æðabankar.
Eins og kaflinn hér á undan ber með sér, hafa skurð-
aðgerðir á hjarta og stórum æðum farið mjög í vöxt á
síðustu árum. Við slíkar aðgerðir er nú farið að nota
æðar, sem teknar eru úr líkum og geymdar við ákveðin
skilyrði.
Til þess að sjá sjúkrahúsum fyrir æðum til þessara
nota, hefur í New York verið komið á stofn svonefndum
Heilbrigt líf
79'