Úrval - 01.08.1947, Síða 7
MOZART — TÖFRAMAÐUR I TÓNHEIMUM
5
hann hafði kvænst kornungur,
og börnin komu hvert af öðru.
Konan hans var Konstanze
Weber, ein af f jórum dætrum í
mjög söngelskri fjölskyldu.
Konstanze var tápmikil þrettán
ára telpa, þegar Mozart sá hana
fyrst. Raunar gaf hann henni
ekki mikinn gaum þá, því að
hann var þá bálskotinn í Alo-
ysia, eldri systur hennar. Alo-
ysia var þá 15 ára, mjög efnileg
söngkona og gullfalleg. Hún
lofaði að bíða eftir honum á
meðan hann færi til Parísar til
að vinna sér frama. Þegar hann
korn aftur jafnnær, var hún orð-
in fræg óperusöngkona. Þegar
hún var spurð að því mörgum
árum seinna, af hverju hún
hefði hafnað Mozart, sagði hún:
„Mér fannst hann þá vera svo
lítill maður.“
Konstanze græddi hjartasár
hans, og þau giftust, þó að faðir
Mozarts berðist gegn því með
hnúum og hnefum. ,,Stanzí“ var
iítil og Ijóshærð og ágætur fé-
lagi til ferðalaga í Vínarskógi,
en gjörsneydd öllum þeim
dyggðum, sem húsmóður mega
prýða. Mozart tók það mjög
sárt að horfa á þetta lífsglaða
stúlkubarn í þrælaviðjum fá-
tæktar og barnsfæðinga. Þess
vegna lét „WoIfi“ hennar einsk-
is ófreistað til að gleðja hana
og sjá andlit hennar ljóma í
barnslegri hrifningu eins og á
fyrstu hjónabandsdögum þeirra.
Til allrar óhamingju var hún
heilsuveil. Hún átti ákaflega
erfitt með að fæða, og fimm af
sjö bömum þeirra dóu kornung.
Mozart varð fyrir svo miklu
mótlæti, að flest önnur tónskáld
myndu í hans sporum hafa sam-
ið harmsöngva. En tregi, sori
eða niðurlæging áttu hvergi
griðastað í tónlist hans. Því
meira sem á móti blés, því
þrungnari varð list hans af
fögnuði og lífsgleði.
Mozart hélt hverja hljómleik-
ana á fætur öðrum til að geta
borgað slátraranum og komizt
hjá heimsóknum fógetans (sem
oft kom og sótti eitthvað af
búslóð þeirra), og fyrir hverja
hljómleika samdi hann nýtt tón-
verk. Oft var því ekki lokið fyrr
en á síðustu stundu; sum af
ágætustu verkum hans urðu til
á fáeinum dögum.
Veturinn í Vínarborg er kald-
ur og hráslagalegur, og Mozart
átti oft í basli með að hita upp
húsið nægilega mikið til að hann
gæti æft sig. Þegar einn af vin-
um hans kom eitt sinn í heim-