Úrval - 01.08.1947, Side 11
Dýrin, sem visindamennimir nota við
tilraunir sínar, eru eins konar —
Lifandi rannsóknartœki.
Grein úr „Science Digest",
eftir Georg Mann.
TTRÍNIÐ í svínunum er slátr-
urunum til mikils ama, svo
að þeir kysu sjálfsagt, að þau
væru raddlaus, en vísindamenn
við dýratilraunir hafa lært að
notfæra sér tístið í músunum.
Aðferðin er einföld. Þegar þeir
ætla að ganga úr skugga um,
hvort eitthvert efnierkvalastill-
andi, er það gefið músum. Því
næst er rafstraumi hleypt á
skott músanna. Það er svo mæli-
kvarði á kvalastillandi eigin-
leika efnisins, hve marga og
harða kippi frá rafstraumnum
mýsnar þola án þess að gefa frá
sér hljóð.
Skottið á rottunni er einnig
handhægt rannsóknartæki. —
Rottunni er gefið efni, sem ætla
má að sé kvalastillandi. Því
næst er rottan sett á borð og
skottið á henni fest í gróp á
borðinu. Rafljósapera, sem
gefur frá sér hita, er síðan sett
rétt hjá skottinu. Því lengur,
sem Ijósið fær að skína á skott-
ið án þess að kippir komi í það,
því betra lyf er efnið talið.
Vísindamenn hafa einnig lært
að notfæra sér svitann á gang-
þófum kattarins. Það er eins
með köttinn og hundinn, að
hann hefur ekki svitakirtla um
allan skrokkinn, aðeins neðan á
gangþófunum. Nýtt lyf, sem
kallað er ,,pilocarpin“, hefir
reynzt vel til að örva starfsemi
svitakirtlanna. Einfaldasta ráð-
ið til að reyna það, er að gefa
það ketti og athuga svo, hvort
hann svitnar á gangþófunum.
Margs konar mikilvæg vitneskja
hefur fengizt um „pilocarpin“ á
þenna hátt.
Mjaltavélar hafa verið smíð-
aðar til að mjólka marsvín og
eru þær hreinasta völundar-
smíð. Þær eru notaðar, þegar
rannsaka á áhrif mataræðis á
mjólkina. Þær rannsóknir geta
haft mikil áhrif á skoðanir
manna á mataræði mæðra með
börn á brjósti. Þessa mjaltavél