Úrval - 01.08.1947, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
lyfja, verða þeir svo sólgnir í
það, að þeir vilja t. d. heldur
morfín en mat.
Það er auðvelt að venja
önnur dýr, svo sem hunda
og apaketti, á eiturlyfjanautn,
en þau verða ekki eins sólgin í
það og sjimpansarnir. Eitt
skortir þó á um sjimpansann
sem tilraunadýr: hann er ekki
móttækilegur fyrir krabbamein
og getur ekki orðið geðveikur,
en flesta aðra mannlega sjúk-
dóma getur hann tekið.
Nýjustu dýratilraunirnar eru
á sviði sálarfræðinnar. Merk-
astar þeirra eru athuganir hins
mikla rússneska vísindamanns
Pavlov á skilorðsbundnum við-
brögðum hunda, sem skýra að
nokkru leyti hvernig hugur og
líkami eru tengd hvort öðru í
athöfnurn sínum. Nú er farið að
nota dýr við rannsóknir á geð-
sjúkdómum.
Hægt er að gera dýr í til-
raunastofnunurn taugaveikluð. 1
háskóla einum í Bandaríkjunum
hafa verið gerðar tilraunir með
raflost (rafmagns-,,chock“) á
köttum, en þau eru mikið notuð
á geðveikrahælum. Köttunum er
fyrst kennt að stjórna flóknu
vogastangakerfi cg straumrof-
nm til þess að ná sér í mat. Því
næst eru þeir ruglaðir með loft-
straumi, sem hefir áhrif á
straumrofana. Þetta telja vís-
indamenn að sé hliðstætt því,
þegar menn verða taugaveikl-
aðir.
Hegðun kattanna reyndist
áberandi lík hegðun taugaveikl-
aðra manna. Sumir þeirra
misstu alla matarlyst, aðrir
urðu vanstilltir og styggir og
enn aðrir urðu sljóir og sátu
hreyfingarlausir og störðu út í
bláinn.
Notað var raflost við lækn-
ingatilraunir á köttum á svip-
aðan hátt og það er notað við
geðsjúklinga. Lostin læknuðu
taugaveiklunareinkennin, en
kettirnir voru ekki eins vitrir
eða fljótir að læra og áður. Þeir
gátu ekki lært að stjórna jafn-
flóknu vogastangakerfi og áður.
Þessar tilraunir geta gefið þýð-
ingarmiklar vísbendingar um
áhrif rafiosts á geðsjúkdóma í
mönnum.
Plægt er að gera nálega öll
dýr taugaveikluð, þar á meðal
svín, mýs og rottur. Sum dýr
eru taugaveikluð í verunni, eins
og t. d. fælnir hestar og hundar,
sem hræddir eru við byssu.
Það mætti halda áfram í það