Úrval - 01.08.1947, Síða 25
ÞRIÐJU KJARNORKUTILRAUNINNI VAR FRESTAÐ
23
sprengd á hálfrar mílu dýpi,
er sennilegt, að afleiðingin yrði
hvorki heljarmikill vatnsstrók-
ur né ægilegur blossi; hálfrar
mílu vatnslag veitir geysimikið
viðnám. Hin óskaplega hitaorka
sprengjunnar og allur sprengi-
kraftur hennar yrði innilukt í
djúpinu og rnyndi að mestu
leyti breytazt í feikiöfluga
höggöldu.
Höggöldur eru óútreikn-
anlegar, einkum í vatni. Venju-
lega er talið, að ekki sé unnt að
þjappa vatni saman. Þó valda
hljóðbylgjur í vatni nokkurri
samþjöppun, og höggalda
dynamitsprengingar þjappar
því greinilega saman. En eng-
inn hefir minnstu hugmynd
um eiginleika vatns, sem er svo
samþjappað, að það hefir sama
þéttleika og gull; en ef neðan-
sjávartilraun með kjarnorku-
sprengju verður gerð, mun
sjórinn þjappast svo mjög sam-
an á sprengistaðnum.
Mikið magn af vatni verður
óumflýjanlega inniklemmt milli
órnótstæðilegra útþenslu spreng-
ingarinnar og hins óbifanlega,
hálfrar mílu vatnslags, sem er
upp að yfirborðinu, en slíku
afli getur ekkert efni veitt við-
nám.
Kjamorkusprengjan þenst út,
og vatnslagið getur ekki færst
úr vegi hennar nógu fljótt; við
vitum alls ekki, hver afleiðing-
in verður.
Aldan frá sprengingunni
berzt í allar áttir, lárétt og lóð-
rétt, og allar stefnur þar á milli.
Aldan, sem stefnir niður endur-
varpast frá sjávarbotninum,
og aldan, sem stefnir upp, end-
urvarpast frá loftlaginu á yfir-
borðinu.
Tvö há hljóð geta — við sér-
stakar aðstæður — skapað al-
gera þögn. Á sama hátt geta
tvær höggöldur upphafið
hvor aðra. Við sprengingu
mundast tvær öldur: háþrýsti
höggalda, og á eftir henni
lágþrýstialda. Þessar öldur geta
upphafið hvor aðra á vissum
stöðum og magnað hvor aðra á
öðrum.
Af þessum sökum getur skip,
sem er í mílu fjarlægð frá
sprengistaðnum, sloppið lítt
skemmt eða með öllu óskaddað.
Og á hinn bóginn getur skip,
sem er í 50 mílna fjarlægð,
brotnað í spón.
Menn hafa oft veitt þessu
fyrirbrigði athygli í sambandi
við venjulegar sprengingar.
Tveir menn voru á gangi á götu