Úrval - 01.08.1947, Blaðsíða 26
24
tTRVAL
í London, þegar loftárás stóð
yfir, og urðu fyrir loftþrýstingi
frá sprengju. Maðurinn, sem
var nœr sprengingunni, skrám-
aðist óverulega af grjótflugi.
Félagi, hans, sem gekk við hlið
hans, lézt samstundis af loft-
þrýstingi. Ómeiddi maðurinn
var svo heppinn, að vera stadd-
ur á lægðarsvæði; félagi hans
stóð á svæði, þar sem tvær öld-
ur mögnuðu hvor aðra. Þetta
fyrirbrigði er mjög algengt —
en með öllu óútreiknanlegt!
I styrjöldinni fór flotinn að
beita nýrri aðferð, til þess að
finna björgunarbáta. Var hún í
fáum orðum fólgin í því, að
hljóðbylgjur í sjónum voru
staðsettar. Skipreika menn í
björgunarbát þurftu ekki að
gera annað en að varpa sér-
staklega gerðri djúpsprengju
fyrir borð. Á sprengjunni var
hvellhetta, sem sprengdi fimm
punda dynamithleðslu, þegar
sprengjan var komin á hálfrar
mílu dýpi. Hljóðöldur í vatni
geta farið óraleið, án þess að úr
þeim dragi. Hljóðöldur frá
slíkri sprengju, sem varpað var
í sjóinn úti fyrir Dakar, bárust
til hlustunarstöðva á Bahama-
eyjum, mörg þúsund mílur í
burtu. Ef hljóðbylgja frá fimm
pundum af dynamiti berzt 2400
mílur, hver yrðu þá áhrif
höggöldu kjarnorkusprengj-
unnar í álíka fjarlægð?
Þessi óútreiknanlegu atriði
gera neðansjávartilraunina með
kjarnorkusprengjuna varhuga-
verða. Enginn þekkir hættu-
svæðið, enginn getur sagt:
„Athugunarskip eru örugg
hér.“
Neðanssjávartilrauninni hef-
ir verið frestað. En við munum
komazt að raun um, hvaða
áhrif kjarnorkusprengjur hafa
á miklu dýpi, hvort þær orsaka
flóðbylgjur eða jarðskálfta; —
við munum komazt að raun um
þetta, jafnskjótt og kjarnorku-
styrjöld hefst. Enn vitum við
ekkert um áhrif slíkra spreng-
inga; og það væri hollast, að
við fengjum aldrei að kynnast
þeim.
CN3 CND
Stundum er bezt að varðveita leyndarmál með því að leyna
því, að það sé leyndarmál.
— Henry Taylor.