Úrval - 01.08.1947, Side 51
Hann hefir eytt allri æfi sinni
í rannsóknir á dular-
fullum fyrirbrigðum.
Harry Price á draugaveiðum.
Grein úr „Star Weekly“,
eftir Paul Xabori.
TpYRIR mörgum árum stóð
lítill snáði á aðaltorginu í
Shrewsbury, frá sér numinn af
undrun. Hann var að horfa á
„Sequah hinn mikla“ og leikar-
ana hans, sem búnir voru eins
og Indíánar. „Sequah hinn
mikli“ var farandleikari, sem
dró tennur úr fólki, læknaði
sjúka o g seldi hina frægu
„Sequah-olíu“; en í flokki hans
var maður, sem var mjög leik-
inn í sjónhverfingum. Drengur-
inn litli gleymdi kuldanum og
starði hugfanginn á kanínurnar,
dúfurnar, flöggin og leikföngin,
sem töframaðurinn galdraði upp
úr tómum hatti sínum. Þegar
hann kom heim, linnti hann ekki
látum, fyrr en faðir hans keypti
handa honum bókina Nútíma-
töfrar eftir Hoffman prófessor.
Þannig hóf Harry Price,
kunnasti og lærðasti fræðimað-
ur Breta á sviði dulrænna fyrir-
brigða, ævistarf sitt. Töfra-
brögð gervi-Indíánanna urðu til
þess, að hann kynntist síðar
miðlum, öndum, andaljósmynd-
urum, skyggnum mönnum og
öðru fólki, sem lagði stund á
dulræn efni, sumt svikarar, en
annað heiðarlegt. Frá þeim degi,
er hann stóð á torginu í Shrews-
bury, var hugur hans síleitandi
og síspyrjandi um allt dular-
fullt og kynlegt.
Fyrsta bókin um töfra, sem
Harry Price eignaðist, varð að
bókasafni 20 þúsund binda um
dulræn efni, og er þetta bóka-
safn geymt í Lundúnaháskóla.
Harry Price hefir verið heiðr-
aður á margan hátt, enda er
hann talinn manna fróðastur
um dularfull fyrirbrigði. Hann
hefir, meira en nokkur annar,
stuðlað að því að gera sálar-
rannsóknir að sjálfstæðri vís-
indagrein.
Fyrstu rannsókn sína á reim-
leikum, framkvæmdi hann,
7