Úrval - 01.08.1947, Page 55
Stórmerk nýjung við Jífgim
úr dauðaúái.
Ný lífgunaraðferð.
Grein úr „Magazine Digest“.
■jVTÁÐU í gamlan planka og
nokkra kaðalsspotta — og
þú hefir aflað þér nauðsynleg-
ustu tækja til þess að geta not-
fært þér markverðustu upp-
götvun stríðsáranna.
Það, sem hér er um að ræða
er ný lífgunaraðferð með gervi-
öndun. Hún er svo einföld, að
maður verður undrandi yfir
því, að henni skuli ekki hafa
verið beitt fyrr.
Þessi lífgunaraðferð, sem
nefnd hefir verið ruggaðferðin,
er fundin upp af dr. Frank C.
Eve í Hull á Englandi. Það var
fyrir tilmæli frá brezka flotan-
um, að dr. Eve fór að gera til-
raunir með þessa nýju lífgun-
araðferð. Þegar styrjöldin á
sjónum stóð sem hæst, og hálf-
druknaðir sjómenn voru dregn-
ir upp úr ísköldu Atlanzhafinu,
mistókst iðulega að lífga þá við
með Schaeferaðferðinni gamal-
kunnu.
Schaeferaðferðin — sem er
fólgin í því, að þrýsta á rifin
— hefir verið helzta lífgunar-
aðferð björgunarliða um aldar-
fjórðung. En enda þótt þaul-
æfðir sjóliðar í brezka flotan-
um beittu þessari aðferð, brást
hún oft, er um hálfdruknaða
menn var að ræða. Þegar farið
var að nota ruggaðferðina,
gengu lífganirnar miklu betur.
Nýja aðferðin er bæði ein-
faldari og árangursríkari, enda
víða notuð á baðströndum og í
sundhöllum. Það er hægt að
læra hana á nokkrum mínútum.
Hún er í stuttu máli fólgin í
því, að hinum hálfdrukknaða
manni er ruggað á grúfu. Að-
ferðin er nú viðurkennd af
brezka flotanum, enda byggð á
kenningum nútíma læknavís-
inda.