Úrval - 01.08.1947, Síða 60

Úrval - 01.08.1947, Síða 60
58 ÚKVAL takast, og þá verður Frakkland í miklum vanda statt. Fjárhags- leg nauðsyn mun neyða það til að fallast á vestrænt ríkja- bandalag. En löngu áður en Bandaríkjaþing samþykkir lán- ið, ef það gerir það nokkurn tíma, mun allt loga í innanlands- deilum hjá okkur. Því að ég get ekki trúað, að Molotov noti ekki tækifærið til að auka sundur- lyndi og veikja þjóð mína enn meira. Það er fyrsta áhugamál mitt sem lýðveldissinna og Frakka að koma í veg fyrir borgarastyrjöld eins lengi og hægt er. Mér ber því skylda til að láta sem samkomulag væri mögulegt. Molotov: Auðvitað fór það ekki fram hjá mér, að undan- farna viku hafið þið tveir verið að undirbúa ráðstefnuna. Ég álasa ykkur ekki. Þvert á móti, Bevin, ég mundi hafa farið eins að í yðar sporum. Stjórnmála- menn eru ekki siðapostular, heldur lögmenn í réttarsal sög- unnar, og það er skylda þeirra að flytja mál þeirra, sem þeir eru fulltrúar fyrir. England er óafturkallanlega bundið Ame- ríku, hvort sem stjórnin þar heitir íhaldsstjórn eða verka- mannastjórn. Hagkerfi ykkar hefir gert ykkur háða nýja heiminum, og nú á tímum eru hagkerfin studd af stjórnmála- skoðunum. Hin vestrænu lýð- ræðisríki hafa umflúið byltingu öreiganna með því að veita þeim nokkurn hlut í ránsfeng heims- veldanna. Ef þið neyddust til að afsala ykkur heimsveldi ykkar nú, mundi það bitna á verka- mönnum ykkar; og með því að þið hafið af barnaskap gert ykkur háða breytingum á at- kvæðamagni, mundi það boða endalok verkamannastjórnar- innar. Þess vegna treystið þið nú á Ameríku. Amerískur kapí- talismi, sem sjálfur á kreppu vofandi yfir höfði sér, verður að hlaupa undir bagga til að forða heimsvaldastefnu Breta og annarra Vestur-Evrópuríkja frá dauða. Bidault: Ég get fullvissað yður um það, Molotov, að við Frakkar höfum í einlægni leitað samninga við Rússland og reynt að gleyma öllum skoðanamun. Löngu fyrir stríð sáu framsýnir hægrimenn nauðsynina á banda- lagi við Rússa. Það er að vísu rétt, að þeir voru ofurliði born- ir af stjórnmálalegum fordóm- um. En við erum aftur nú í ein- lægni að reyna að . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.