Úrval - 01.08.1947, Page 77
UPPSKERA tJR SJÖ
75
Fólkið veður út í sjóinn um
fjöru og safnar þanginu í körf-
ur. Þangið er skoiað í hreinu
vatni, sólþurrkað og sett í ullar-
balla. Á þessu stigi er það metið
á kr. 2,60 kg. Því næst er
þangið soðið, og breytist það þá
í hlaupkennt efni, sem að vísu
er blandað miklum óhreinind-
um. Með því að frysta þetta
hlaup og þíða það aftur, skilj-
ast óhreinindin frá með vatninu,
og eftir verður efnið hreint og
ómengað.
Þang er ekki einungis bráð-
nauðsynlegt fyrir læknavísindin
og iðnaðinn, heldur og fyrir
landbúnaðinn. Það er mjög góð-
ur áburður, enda notað sem
slíkt í Skotlandi og írlandi. Það
hefir einnig reynzt betur en
„fóðurkökur“ fyrir nautpen-
ing. Víða um heim hefir þang
löngum verið talið mikilsvert
hráefni.
Það var síðasta styrjöld, sem
kenndi Bretum að nytja þangið.
Það er athyglisvert, hve ódýrt
það er sem hráefni og magn þess
er ótakmarkað umhverfis
strendurnar. Þang er svo auð-
ugt að málmsöltum, að vel get-
ur farið svo, að það útrými dýr-
ari efnum, sem nú eru notuð í
iðnaðinum. Nú þegar er fjöldi
hluta framleiddur úr þangi. Það
er jafnvel hægt að framleiða
gervibrauð úr því, og vísinda-
menn eru sannfærðir um, að það
megi breyta því í gómsæta og
næringarríka fæðutegund, sem
heii þjóð geti notað til viður-
væris, ef nauðsyn krefur.
★ "k
Gestaþraut.
Næst þegar þú berð glös fyrir gesti þína, þá skaltu raða sex
glösum hlið við hlið, og sé annað hvort glas tómt og annað
hvort hálft, þannig:
o # o # o *
1 2 3 4 5 6
Hringarnir tákna tómu glösin, en stjömurnar hálfu glösin.
Biddu svo gestina að raða glösunum þannig, að þrjú tóm glös
standi hlið við hlið, og þrjú hálf hlið við hlið — en aðeins með
því að hreyfa eitt glas. (Svar á bls. 80).
— Your Life.